Nú fer að líða að lokum tónlistarhátíðar Neskirkju Tónað inn í aðventu. Föstudaginn 1. desember kl. 20. mun tónlistarhópurinn Rinascente flytja dagskrá tileinkuð ítölsku 17. aldar tónskáldunum Frescobaldi og Gabrieli.

Nú fer að líða að lokum tónlistarhátíðar Neskirkju Tónað inn í aðventu. Föstudaginn 1. desember kl. 20. mun tónlistarhópurinn Rinascente flytja dagskrá tileinkuð ítölsku 17. aldar tónskáldunum Frescobaldi og Gabrieli. Fram koma Hallveigu Rúnarsdóttir sópran , Hrólfur Sæmundsson barítón og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari.

Síðustu tónleikarnir verða sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 17. Kór Neskirkju ásamt kammersveit og einsöngvurunum Hallveigu Rúnarsdóttur, Jóhönnu Ósk Valsdóttur, Ólafi Rúnarssyni og Hrólfi Sæmundssyni, flytja „Litlu orgelmessuna“ eftir Haydn og Kantötu BWV 45 „Es ist dir gesagt” eftir Bach. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson.