Í Opnu húsi miðvikudaginn 29. nóvember kemur Elín Pálmadóttir, blaðamaður í heimsókn. Kaffiveitingar kl. 15. Dagskráin hefst kl. 15.30. Allir velkomnir.

Í Opnu húsi miðvikudaginn 29. nóvember kemur Elín Pálmadóttir, blaðamaður í heimsókn. Elín er sérfræðingur í tengslum Frakka við Ísland og hefur skrifað bók um franska sjómenn, ferðir þeirra og samskipti við Íslendinga. Nú hefur bók hennar verið gefin út í Frakklandi. Elín segir frá Frökkum og ætlar líka að tala um glugga Gerðar Helgadóttur í Neskirkju, en Elín skrifaði bók um vinkonu sína Gerðí og segir þar meðal annars frá gluggagerðinni. En svo ætlar hún að bæta við efni um gluggana, sem ekki hefur komið fram áður.

Kaffiveitingar kl. 15. Dagskráin hefst kl. 15.30. Allir velkomnir.

Dagskrá haustið 2006 er hægt að nálgast hér.