“Þetta kirkjumál er miklu skemmtilegra en ég átti von ᔠsagði ein fermingarstúlkan í lok sumarnámskeiðs Neskirkju. Einn fermingardrengurinn kallaði upp: “Jesús er frábær!”

“Þetta kirkjumál er miklu skemmtilegra en ég átti von ᔠsagði ein fermingarstúlkan í lok sumarnámskeiðs Neskirkju. Einn fermingardrengurinn kallaði upp: “Jesús er frábær!”

Fermingarfræðslan í Neskirkju er í stöðugri þróun og síðustu árin hefur meirihluti barnanna í Nessókn sótt sumarnámskeið, vikuna áður en skólastarf hefst. Í ár voru þau níutíu og tvö sem sóttu námskeið. Þetta eru flottir krakkar sem tókust á við verkefni með krafti og einbeitingu. Þau þorðu að spyrja stórra spurninga og hikuðu ekki við að glíma við tilvistargátuna. Það er gaman að vinna með svona fólki. Presturinn fær ekki frið eða næði við að hreiðra um sig í löngum hugsunum heldur verður að tala skýrt. Torræð himneska er ekki boðleg aðeins líftengd samræða.
Eitt af verkefnum fermingarbarnanna var vitja drauma sinna. Þau máttu skrifa allt að fimm drauma á blað. Mörg vildu verða afreksmenn í íþróttum. Fjöldi stefndi á afrek og frama í listum, t.d. kvikmynda-, leikhús- og sjónvarps-geiranum. Stór hópur ræddi um draumastörfin í framtíðinni og nokkur tiltóku að þau vildu verða góðar manneskjur. Önnur nefndu ríkidæmi og samfara fjársókn var líka sterk vitund og umhyggja um þarfir allra jarðarbarna. Algengt var að fermingarbörnin tjáðu von um farsælt líf, góða fjölskyldu og hamingju í einkalífi.

Fermingarbörn 2007 eru draumafólk. Þau dreymir fallega drauma, þau eru sjálf frábær. Okkur, starfsfólki Neskirkju, finnst þau vera „draumafólk“ Fjölskyldur, aðstandendur og kirkja vinnum saman að því að leyfa draumum þeirra að rætast. Hvernig getum við staðið saman í verki, bæn og aðgerðum? Leyfum draumunum að rætast. Þá verður ekki aðeins kirkjan skemmtileg, heldur líka heimilishaldið og lífið.