Hvað er kristin trú?
Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14. Fræðslan fer bæði fram í Dómkirkjunni og í Neskirkju. [...]
Messa 13. september
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirku leiða safnaðarsöng. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Ari, Andrea, Katrín og sr. Skúli. Brúður, leikrit, Nebbi, söngur og gleði. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi. [...]
Messa og barnastarf sunnudaginn 6. september kl. 11:00
Messa kl. 11:00. Barnastarf vetrarins hefst með sunnudagaskóla. Sameiginlegt upphaf og síðan er farið í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón hafa Ari, Andrea, Katrín og sr. Sigurvin. Brúður, leikrit, Nebbi, söngur og gleði. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið og leiðir söng félaga í Kór Neskirkju. [...]
Vöfflur og fermingarbörn
Í messu sunnudagsins 24. ágúst munu fermingarbörn sem voru á námskeiði í liðinni viku ganga til altaris í fyrsta sinn í fylgd sinna nánustun. Messa hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti verður Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Eftir messu verður boðið upp á vöfflur og [...]
Amnesty International
Í prédikun dagsins fjallaði Sigurvin Lárus Jónsson um afstöðu Amnesty International til lögleiðingar vændis í samhengi guðspjallstexta dagsins þar sem vændiskona er í forgrunni. ,,Sú alúð sem Jesús sýnir þeirri vændiskonu sem hér er lýst og sú nánd sem hann þiggur af henni er sláandi fyrir þá stöðu sem hún [...]
Guð er félagsráðgjafi
Í prédikun dagsins koma fyrir skopteiknarinn Halldór Baldursson og mynd hans af Guði sem félagsráðgjafa. ,,Guð er félagsráðgjafinn góði, sem er ætíð til staðar og leiðbeinir þeim sem þurfa þess við með móðurlegri umhyggju, og okkur ber að reynast þeim sem þurfa þess við sem félagsráðgjafar að guðlegri fyrirmynd. Það [...]
Vöfflur og vinátta í kirkjunni þinni.
Á sunnudag um Verslunarmannahelgi verður að venju messa í Neskirkju kl. 11.00. Kór Neskirkju leiðir söng og prestur er Sigurvin Lárus Jónsson. Í messukaffinu ætlar formaður sóknarnefndar Neskirkju að steikja vöfflur handa þeim sem mæta. Messa er athvarf í annríki helgarinnar.
Lokun skrifstofu og sumarfrí í Neskirkju
Skrifstofa Neskirkju er lokuð frá mánudeginum 13. júlí og framyfir verslunarmannahelgi. Prestur á vakt er sr. Sigurvin Lárus Jónsson (s. 692-7217 / sigurvin@neskirkja.is). Messur eru alla sunnudaga kl. 11.00. Gleðilegt sumar
Iðar alheimurinn af lífi?
Prédikun sunnudagsins 26. júlí fjallaði um leitina að lífi í geiminum og þær spurningar sem hún vekur um ábyrgð okkar í garð lífríki jarðar. ,,Kristin trú og kennsla Jesú krefur okkur um að líta á heildarmyndina um stöðu mannkyns og boðar að þegar öllu er á botninn hvolft þá erum [...]
Kross, hamar og sigð
Prédikun síðasta sunnudags fjallaði um frelsunarguðfræði Suður-Ameríku og ábyrgð kirkjunnar gagnvart fátækum í heiminum. Kveikjan var gjöf Evo Morales til Frans Páfa en hann færði honum róðu festa á hamar og sigð. Prédikun Sigurvins Lárusar Jónssonar má lesa á vefslóðinni tru.is.