Skátahreyfingin á Íslandi
Krossgötur miðvikudaginn 20. janúar kl. 13:30. Bragi Björnsson skátahöfðingi segir frá þessu merka félagi, skátahreyfingunni í fortíð, nútíð og framtíð. Kaffiveitingar.
Hafdís og Klemmi – fjölskylduguðsþjónusta 17. janúar
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Leiksýninginn Hafdís og Klemmi - og leyndardómar háaloftsins verður sýnd. Steingrímur Þórhallsson verður við hljóðfærið. Prestur Sigurvin L. Jónsson. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Sýningin fjallar um ævintýri vinanna tveggja, Hafdís og Klemmi, sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Umfjöllunarefni sýningarinnar [...]
Krossgötur á nýju ári
Krossgötur miðvikudaginn 13. janúar kl. 13.30. Farsæl öldrun: Árum bætt við lífið og lífið við árin. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir talar. Kaffiveitingar. Dagskrá fyrir vorið 2016.
Áramót
31. des. – gamlárskvöld. Aftansöngur kl. 18.00. Hátíðarsöngvar sungnir. Trompet Baldvin Oddsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. 1. jan. – nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14.00. Hátíðarsöngvar sungnir. Einsöngur Fjölnir Ólafsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson.
Jólakveðja
Aðventa og jól eru helgur tími ef við opnum hjörtu okkar fyrir anda þeirra. Á aðventu ættum við að leiða hugann að því hvernig við verjum lífi okkar og á jólahátíð fögnum við því undri að Guð vilji eiga hlutdeild í lífi okkar. Helgihald aðventu og jóla miðar að því [...]
Fjórði sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf sunnudaginn 20. desember kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Stúlknakór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin L. Jónsson. Unglingar úr NeDó, æskulýðsfélagi Neskirkju, aðstoða. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Oddur og Ari. Kaffisopi á Torginu.
Ljósamessa – þriðji sunnudagur í aðventu
Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Katrín, Oddur og Ari. Seld verða kerti fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eftir messu. Samfélag og kaffisopi á [...]
Jólatónleikar Kórs Neskirkju
Fimmtudagskvöldið 10. desember verður blásið til ÓKEYPIS jólatónleika í Neskirkju. Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur taka þátt í tónleikunum og flytja fyrir gesti tónlist tengda jólum allt frá þekktum jólasálmum eins og „Nóttin var sú ágæt ein“ yfir í verkin „O Magnum Mysterium“ eftir Morten Lauridsen og „Where [...]
Fjölskylduguðsþjónusta
Fjöldskylduguðsþjónusta verður n.k. sunnudag, 6. desembar kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur, undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, og Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Umsjón starfsmenn barnastarfsins, Andrea, Katrín og Oddur. Prestur Sigurvin L. Jónsson. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Aðventa
Krossgötur miðvikudaginn 2. desember. kl. 13.30. Aðventu- og jóla-tónlist á orgel. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið og fjallar um verkin sem flutt verða. Kaffiveitingar á Torginu.