Einstaklingur í orði. Sjálfsbókmenntir á Íslandi.
Krossgötur miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur kemur í heimsókn. Frá hverju segir fólk sem skrásetur minningar sínar? Hvað segja sjálfsbókmenntir um einstakl-inga og íslenskt samfélag? Kaffiveitingar.
Messa 3. apríl
Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu. Andrea, Ari, Katrín, Oddur og Stefanía leiða starfið. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. Á Torginu stendur yfrir sýning á verkum Hrafnkells Sigurðssonar.
Frank M. Halldórsson
Krossgötur miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Öldrunarstarf í Neskirkju, litið um öxl. Frank M. Halldórsson, fyrrum sóknar-prestur í Neskirkju. Saga Neskirkju geymir margar frásagnir og fróðlegt verður að heyra af því öfluga starfi sem unnið var í þágu eldri borgara í tíð sr. Franks. Kaffiveitingar.
Páskadagur
Páskadagur, 27. mars. Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar Skúli S. Ólafsson og Sigurvin L. Jónsson. Morgunverður og páskahlátur eftir messu. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin L. Jónsson. Páskaeggjaleit að lokinni guðsþjónustu.
Föstudagurinn langi
Föstudagurinn langi, 25. mars.Guðsþjónusta kl. 11.00. Kór Neskirkju syngur. Píslarsagan hugleidd. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin L. Jónsson.
Skírdagskvöld
Skírdagskvöld, 24. mars. Messa kl. 20.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson.
Kveðjumessa sr. Arnar Bárðar
Sunnudaginn 20. mars, pálmasunnudag, kl. 11:00 kveður sr. Örn Bárður Jónsson Nessöfnuð þar sem hann hefur þjónað frá haustdögum 1999. Með honum þjóna sr. Sigurvin Lárus Jónsson og sr. Skúli S. Ólafsson. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið verður á sínum stað með söng og leik og er [...]
Þjóðarbókhlaðan
Krossgötur miðvikudaginn 16. mars kl. 13.30. Heimsókn í Þjóðarbókhlöðuna þar sem Örn Hrafnkelsson handritafræðingur og Rósa Bjarnadóttir leiða okkur um sýningu sem þar er í gangi. Mæting er við innganginn að Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.30 en þau sem vilja, geta komið í Neskirkju kl. 13.15 og fengið far! Kaffiveitingar.
Suðrænn saltfiskur
Fimmti og næst síðasti föstudagurinn, 11. mars, þar sem framreiddur verður suðrænn saltfiskur í hádegin á Kaffitorginnu á þessari föstu. Að venju er það Ólafía matráður kirkjunnar sem framreiðir salfisk og rótargrænmeti. Sr. Skúli segir nokkur orð í upphafi.
Hrafnkell Sigurðsson
Myndlistasýning með verkum Hrafnkels Sigurðssonar verður opnuð formlega á Kirkjutorgi sunnudaginn 13. mars. Messað er kl. 11:00 og ræðir sr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur um verkin í predikun sinni. Að messu lokinni er boðið upp á kaffveitingar á Kirkjutorgi og þar ávarpar Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, [...]