Messa 29. janúar
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Í messunni syngja félagar úr Kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskóla er söngur, sögur og gleði. Hann er í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur [...]
Hvað er hollt að borða?
Krossgötur þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.00. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ. Ekki vantar leiðbeiningarnar og kúrana þegar kemur að mataræði fólks og venjum. Anna Sigríður er sérfróð á þessu sviði og hefur meðal annars unnið sjónvarpsþætti þar sem hún ræðir hollustu og næringu.
Messa sunnudaginn 22. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffiveitingar og samfélag á Torginu eftir messu.
Fjórar glæpasögur
Krossgötur þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.00. Fjórar glæpasögur 1671-1701. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ segir frá sakamálum frá 17. öld og setur þau í samhengi við réttarfar og tíðaranda á þeim tíma. Kaffiveitingar.
Messa sunnudaginn 15. janúar
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum er leikur, söngur og sögur í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir. Hressing og samfélag á [...]
Guðmundur góði
Krossgötur þriðjudaginn 10. janúar. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju. Skúli segir frá þessum nafntogaða biskupi sem vígði ýmis náttúrufyrirbæri einkum vatnslindir, lagði sig fram um að sinna bágstöddum og tókst á við veraldlegt vald. Kaffiveitingar.
Guðsþjónusta 8. janúar
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Við hljóðfærið situr María Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og gleði í sunnudagskólanum umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu.
Nýársdagur
Nýársdagur, 1. janúar. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Gamlárskvöld
Aftansöngur kl. 18. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Helgistund og jólaball sunnudagaskólans
Annar í jólum, 26. desember. Helgistund og jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Samveran hefst á helgistund. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður kringum jólatréð og sungið dátt. Góðir gestir kíkja við, gefa börnum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjá hafa prestar og starfsfólk barnastarfsins.