Engar áhyggjur
Í messunni 31. ágúst verður prédikað út af fjallræðunni. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Meðhjálpari Rúnar Reynisson. Prestar Sigurður Árni Þórðarson, sem prédikar og Toshiki Toma. Fjallræðan og áhyggjuleysi trúarinnar. Veisla og allir velkomnir. Messan hefst kl. 11.
Ferðasögukvöld í kvöld.
Í kvöld, þriðjudaginn 26. ágúst kl 20.00, verður haldið ferðasögukvöld. Þar mun hópurinn úr unglingastarfi Neskirkju sem sótti Evrópumót KFUM í Prag nú í ágúst segja frá ferð sinni í máli og myndum. Allir eru velkomnir og eru fjölskyldur Pragfara sérlega hvattar til að koma.
Messa 24. ágúst kl. 11 – Til hamingju með gullið!
Kennarar af fermingarnámskeiðinu sem haldið var í liðinni viku munu þjóna við messuna, lesa ritningarlestra og bænir og aðstoða við útdeilingu sakramentisins. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Væntanleg fermingarbörn sem frædd voru í liðinni viku fá að ganga til altaris í [...]
Dauði eða kirkja lífs
Til hvers reglur? Trúarlíf, kirkjulíf, guðsdýrkun eru á villigötum, ef náunginn gleymist. Fagrir helgisiðir eru til lítils, ef menn deyja við heimreiðar kirkna. Prédikun sr. Sigurðar Árna 17. ágúst er á bak við þessa smellu.
Hólar og Jeríkó
Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þann dag er Hólahátíð og á þeim degi er íhuguð hættuför til Jeríkó. Hún er tákn fyrir ævigöngu okkar allra. Þetta verður íhugað í messunni 17. ágúst, kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson og messuþjónn dr. Pétur Pétursson. [...]
Myndir frá Prag.
Komnar eru myndir frá fyrstu 5 dögunum í Prag. Við minnum á Ferðasögukvöldið þriðjudaginn 19. ágúst kl. 20.00, þar sem öllum er boðið að heyra um ferð unglingastarfsins á Evrópumót KFUM í Prag. Njótið myndanna.
Leikjanámskeiðum sumarsins að ljúka
Leikjanámskeið sumarsins ljúka í dag eftir velheppnað sumar. Um 70 börn hafa sótt námskeiðin hjá okkur í sumar sem hafa verið fjölbreytt og skemmtileg. Í vikunni (á námskeiði IV) höfum við heimsótt Árbæjarsafn, silgt út í Viðey, skoðað Safn Einars Jónssonar og fræðst um boðskap kirkjunnar í leik og starfi. [...]
Fermingarfræðslan í Neskirkju er að hefjast!
Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20. Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt. […]
Ferð unglingastarfsins til Prag
Hópur ungmenna úr unglingastarfi Neskirkju sótti Evrópumót KFUM í Prag dagana 3.-9. ágúst. Hópurinn samanstóð af 9 ungmennum á aldrinum 15-18 ára auk umsjónarmanns unglingastarfsins Sigurvini Jónssyni. Ferðasögu hópsins má nú nálgast hér (Ferðasaga) á PDF formi og myndir úr ferðinni eru á myndasíðu BaUN.Vilji einhver nálgast frekari upplýsingar um [...]
Messa 10. ág kl. 11 – Nýr heimur – kúgarar og skrumarar hættir
Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall á Torginu að guðsþjónustu lokinn. Texta dagsins er hægt að lesa hér. Ræðuna er hægt að lesa og hlusta á á bak við þessa smellu.