Fermingarfræðslan í Neskirkju
Fundur með foreldrum/aðstandendum fermingarbarna verður fimmtudagskvöldið 25. september kl. 18-19 í safnaðarheimili Neskirkju. Fermingarbörnin mæta ekki á þennan fund!Fermingarbörnin mæta hins vegar á fræðslukvöld, sama dag, sem byrjar kl. 19.30 og stendur til kl. 21. Skyldumæting er á fræðslukvöldin og verður næsta haldið 30. október en þá mæta foreldrar og [...]
Málmur, gifs, fólk og Andinn
Myndlistarsýning Steinunnar Þórarinsdóttur í og við Neskirkju verður opnuð sunnudaginn 28. september. Steinunn er einn merkasti skúlptúristi Íslendinga. Hún hefur gert margar stórkostlegar myndir og hróður hennar hefur borist víða. Sýningin er sett upp á vegum Neskirkju. […]
Foreldramorgnar
Foreldramorgun fimmtudaginn 25. september kl. 10. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi verður með fræðslu. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga milli kl. 10 og 12.
Opið hús
Opið hús miðvikudaginn 24. september kl. 15. Sváfnir Sigurðarson markaðsstjóri Borgarleikhússins og Kristrún Hauksdóttir kynningarstjóri Þjóðleikhússins segja frá verkefnaskrámleikhúsanna í vetur og svara fyrirspurnum. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson guðfræðingur og skáld. Sjá dagskrá vetrarins hér!
Messa sd. kl. 11 – Frumlag elskunnar, Abba og leitin að pabba
Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Þema dagsins er Hið æðsta boðorð. Hvernig tengist hin vinsæla kvikmynd Mamma mia með Abba-tónlistinni Hinu æðsta boðorði? Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Fermingarbörn hvött til [...]
Kór Neskirkju – raddprófanir
Kór Neskirkju hóf fyrir skömmu æfingar eftir sumarfrí. Kórinn vill gjarnan bæta við áhugasömum einstaklingum og sóst er eftir fólki á aldrinum 20-40 ára. Reynsla eða kunnátta í söng og/eða nótnalestri er æskileg. Nú er rétti tíminn til að byrja. Raddprófanir fyrir áhugasama verða miðvikudaginn 17. september kl. 16:00-18:00 eða [...]
Heimsendi frestað
Gull, silfur, dramb, hroki, príl og stólar eru byggingarefni heimsenda í lífi fólks. Þegar menn verða rangeygir varðandi lífsgæðin smeygir dauðinn sér inn og heimsendir hefst. Í prédikun sr. Sigurðar Árna 14. september 2008, sem er að baki þessari smellu, er fjallað um frestun heimsenda og hið góða líf.
Heimsendir í vændum?
Barnastarf og messa hefjast í kirkjunni kl. 11. Félagar í kór Neskirkju syngja. Messuhópur þjónar. Sr. Sigurður Árni predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki. Steingrímur organisti, Rúnar meðhjálpari, Sigrvin, María, Ari, Alexandra og Andrea stjórna barnastarfinu. Gæðasúpa á Torginu eftir messu. Hvað um heimsenda? Messan veldur honum ekki [...]
Barnastarf og messa
Í messunni 7. september hefst barnastarf vetrarins. Félagar í Kór Neskirkju syngja undir stjórn kantors kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor og Þingvallaprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Að venju eru börnin í kirkjunni fyrsta hluta messunnar en fara síðan til sinna starfa í safnaðarheimili. Messan hefst kl. 11 og [...]
Barnastarf Neskirkju að hefjast.
Barnastarf Neskirkju hefst að nýju næsta sunnudag með fyrsta sunnudagaskóla vetrarins. Þá verður mikið um dýrðir og allir, ungir sem gamlir, eru velkomnir í á þessa upphafshátíð barnastarfsins. Í næstu viku hefst síðan allt barna- og unglingastarf kirkjunnar samkvæmt stundaskrá.