Messa 12. júlí
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.
Messa 5. júlí
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, þjónar fyrir altari. Sr. Helgi Hróbjartsson prédikar. Messþjónar aðstoða. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.
Messa 28. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu. Þú getur hlustað á ræðuna hér, sem ber heitið, Tveir synir og annar í útrás.
Snúnir ökklar
Megi þau sem elska okkur, elska okkur.Megi Guð snúa hjörtum þeirra sem elska okkur ekki.Og ef hann snýr ekki hjörtum þeirra, megi hann þá snúa þeim um ökklann,svo að við fáum þekkt þau sem haltra.Úr írskri bæn sem var meðal annarra mála umræðuefni í prédikun Arnar Bárðar sunnudaginn 21. júní [...]
Leikjanámskeiðum júnímánaðar lokið.
Fjölmörg börn tóku þátt í leikjanámskeiðum júnímánaðar en dagskrá námskeiðanna var fjölbreytt og spennandi. Á námskeiðunum heimsóttum við Hellisgerði, Árbæjarsafn, klaustur Karmelsystra í Hafnafirði, Maríuhella, Heiðmörk og sveitabæinn Hraðastaði í Mosfellssveit. Myndir af námskeiðunum er að finna á myndasíðu BaUN og skráning á leikjanámskeið ágústmánaðar er í fullum gangi.
Unglingastarfið í útilegu.
Hópur ungmenna úr Fönix, æskulýðsfélagi Neskirkju, fóru í tjaldferðalag s.l. helgi (13-14. júní) og skemmtu sér þar með æskulýðsfélögum víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. Tjöldunum var slegið upp að lækjarbotnum en þar var sungið dátt við varðeld, farið í keppni um hver föndraði besta bátinn og notið samveru við vini og [...]
Hvers vegna er hún vond?
Sársaukinn olli því að hún sóttist eftir ytri gæðum, gulli, fjármunum, valdi, hlýðni og öðru því sem kvalin manneskja lætur koma í staðinn fyrir hamingju og eðlilega gleði. Auðsókn er oft aðferð hins kvalda til að sefa sársauka hið innra. Prédikun Sigurðar Árna er að baki smellunni.
Messa 14. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi og samfélag eftir messu á Torginu.
Kaldársel – Stuð að loknum prófum.
Helgina 5.-7. júní fór fríður hópur unglinga á aldrinum 14-19 ára í Kaldársel að fagna próflokum og sumri. Æskulýðsfélög Neskirkju leigðu sumarbúðirnar ásamt vinafélagi okkar MeMe í Digraneskirkju og nutu alls þess sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. Hópurinn fór í vatnsslag, hellaskoðunarferð, göngutúra, leiki og gæddi sér að [...]
Bænamessa
Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.