Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa sunnudaginn 14. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur og brúður í barnastarfinu. Umsjón Gunnfríður, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu.

By |12. mars 2010 11:36|

Saltfiskur í fjórða sinn

Fjórði saltfisksdagurinn verður n.k. föstudag, 12. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Undanfarna þrjá föstudaga hefur tekist vel til, maturinn verið lostæti og viðtökur fólksins frábærar. Yfir 50 manns snæddu saltfiskinn í liðinni viku og nutu samverunnar á Torgi Neskirkju. Sverrir Kristinsson, fasteignasali og listunnandi mun [...]

By |12. mars 2010 08:00|

Opið hús miðvikudaginn 10. mars

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segir frá vandasömu starfi sínu. En hún gerir oft flóknar aðgerðir til þess að bæta líðan þeirra sem orðið hafa fyrir lýtum, sem gera þeim erfitt fyrir í daglegu lífi. Þórdís á langa menntun að baki og gerir okkur grein fyrir því hvernig menntunin og starfsreynslan hafa [...]

By |9. mars 2010 12:43|

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar í Neskirkju

Sunnudaginn næsta er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður margt um dýrðir í Neskirkju þann dag. Um morguninn kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta með Barböru trúð og heilíumblöðrum í tilefni dagsins. Um kvöldið kl. 20 verður haldin margmiðlunarmessa á vegum ÆSKR sem ber yfirskriftina Bænarý og er sérstaklega ætluð unglingum og ungu fólki. [...]

By |6. mars 2010 14:26|

Saltfiskur

Þriðji saltfisksdagurinn verður n.k. föstudag, 5. mars. Boðið verður upp á saltfiskrétt Miðjarðarhafsins. Þá mun Kristrún Heiða Hauksdóttir kynningarstjóri hjá JPV útgáfunni segja frá lánum í lífi sínu. Máltíðin hefst kl. 12. en örhugvekja Kristrúnar um 12.30. Sjá meira um saltfiskdaga hér!

By |4. mars 2010 11:00|

0110101001100101011100110111010101110011

ÆSKR stendur fyrir margmiðlunarguðsþjónustu fyrir æskulýðsfélögin í Neskirkju á æskulýðsdaginn kl. 20.00. Stundin ber yfirskriftina Bænarý en margmiðlunarguðsþjónusta er nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Þar verður öll möguleg tækni s.s. SMS, skjátækni, hljóð, tölvubænir, Skype o.fl nýtt við helgihaldið. Það er ljóst að í guðsþjónustunni munu gestir upplifa eitthvað alveg nýtt [...]

By |4. mars 2010 10:15|

Viltu blöðru?

Sunnudaginn 7. mars kl. 11 verður haldin fjölskylduguðsþjónusta í Neskirkju í tilefni æskulýðsdags Þjóðkirkjunnar. Öll börn og ungmenni sem koma til kirkju fá gasblöðru í upphafi stundarinnar 😉 Barnakór Neskirkju undir stjórn Björns Thorarensen og Stúlknakór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar syngja lög og sálma fyrir söfnuðinn og kór Neskirkju [...]

By |4. mars 2010 10:08|

Opið hús miðvikudaginn 3. mars

Opið hús kl. 15. Ólafur Egilsson fv. sendiherra spjallar um íslensku utnaríkisþjónustuna en innan hennar starfaði hann í fjóra áratugi og var m.a. sendiherra í Londan, Moskvu, Kaupmannahöfn og Beijing. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.

By |2. mars 2010 12:21|

Námskeið um Jakobsbréf hefst á morgun

Enn er laust á námskeiðið Jakobsbréf, vegvísir að heilindum en fyrsta kvöldið er á morgun. Á námskeiðinu verður fjallað um Jakobsbréf Nýja testamentisins. Námskeiðið er þrjú kvöld, þriðjudagskvöldin 23. febrúar, 2. og 9. mars frá 18.00-20.30. Námskeiðsgjald er krónur 3.000 og innifalið er létt máltíð. Kennsla er í höndum Sigurvins [...]

By |22. febrúar 2010 12:31|

Vel heppnað æskulýðsmót um helgina.

Veglegur hópur unglinga og leiðtoga frá Neskirkju sóttu nú um helgina Vormót ÆSKR í Vatnaskógi og má fullyrða að vesturbæjingarnir skildu ekki sitt eftir á mótinu. NeDó leiðtogarnir okkar stýrðu kvöldguðþjónustu á föstudaginn, skipulögðu skógarleiki á laugardagsmorgun, héldu uppi kvöldvöku á laugardaginn auk þess að vinna hörðum höndum að framkvæmd [...]

By |22. febrúar 2010 10:07|