Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 3. október – Ástandið í þjóðfélaginu. Nýr Exódus.

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi eftir messu á Torginu.

By |1. október 2010 20:00|

Opið hús

Opið hús kl. 15. Upphaf vetrastarfsins. Minningar úr mannlífinu frá fyrstu áum Nessóknar. Sr. Þórir Stephensen fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari segir frá. Kaffi og meðlæti í boði safnaðarins á Torginu í upphafi. Allir velkomnir. Dagskrá!

By |28. september 2010 10:13|

Messa 26. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |23. september 2010 13:07|

Messa 19. september kl. 11 – -Hver er hrunkóngur allra tíma? Um þjáninguna og ólánin í lífinu. Um vonina og trúna.

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |16. september 2010 12:14|

Bænasteinar í sunnudagaskólanum.

Næsta sunnudag ætlum við að mála bænasteina í sunnudagaskólanum en steinarnir verða notaðir í sunnudagaskólanum í vetur. Við byrjum uppi í messunni líkt og venja en förum síðan niður í kjallara þar sem við ætlum að halda sunnudagaskóla og mála saman. Málningin sem við notum á að nást úr í [...]

By |16. september 2010 11:19|

Uppeldisnámskeið hefst á morgun miðvikudag.

Enn er pláss fyrir tvenna foreldra á fyrra uppeldisnámskeið haustsins en stefnt er að því að halda tvö slík námskeið. Helga Arnfríður sálfræðingur kennir á námskeiðunum sem ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en Helga hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Nánari upplýsingar um námskeiðin og [...]

By |14. september 2010 10:43|

Merkjavörur og strikamerki mennskunnar

Merkjavörur eru merkilegar en eiga ekki að skilgreina gildi okkar og eðli. Við erum Guðs börn en ekki merkjabörn. Jesús Kristur hafði margt að segja um strikamerki mennskunnar. Prédikun Sigurðar Árna 12. september 2010 er að baki þessari smellu.

By |13. september 2010 11:37|

Fjöruferð í Sunnudagaskólanum

Sunnudagaskóli Neskirkju er kominn í fullan gang og í dag byrjum við í messu safnaðarins kl. 11 líkt og venja er. Börn og foreldrar ganga síðan í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem sögð verður saga, sungið og fylgst með Rebba ref og Engilráð. Þeir sem vilja ganga síðan áleiðis á Ægisíðu [...]

By |12. september 2010 09:36|

Sunnudagsmessa og sýndarlíf

Kirkjan er fyrir þig og sunnudagsmessan er öllum opin. Messan 12. september hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju og organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og talar um ásýnd, sýndarsókn og Fjallræðu Jesú. Messuhópur þjónar, kaffi og samtal á Torginu eftir messu.

By |9. september 2010 11:55|

Uppeldisnámskeið í Neskirkju – Uppeldi sem virkar

Miðvikudaginn 15. september hefst í Neskirkju uppeldisnámskeið sem að Helga Arnfríður sálfræðingur kemur til með að kenna. Námskeiðið ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en Helga hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Námskeiðið miðar að því að auka færni uppalenda og stuðla að nánari tengslum milli [...]

By |8. september 2010 10:43|