Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Allra heilgra messa

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar eftir messu á Torginu.

By |4. nóvember 2010 14:19|

Biblíumatur

Gulrótar- og döðlusúpa verður Biblíumatur í hádeginu föstudaginn 5. nóvember. Biblían er góð fyrir heilbrigt andlegt líf og Biblíumatur er góður fyrir líkamann! Þar sem allir eru velkomnir ert þú og þitt fólk velkomið á Torgið í Neskirkju.

By |3. nóvember 2010 08:08|

Tengsl ríkis og kirkju – aðgreining eða aðskilnaður?

Á að greina að ríki og kirkju og hver ættu tengslin að verða í framtíðinni? Dr. Hjalti Hugason flytur borðræðu á Torginu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 12. Eftir framsögu og súpu verða umræður. Torg Neskirkju er opinn vettvangur. Hvernig væri að skjótast til samfélags um mikilvæg mál [...]

By |3. nóvember 2010 08:05|

Ábyrgð og aðstoð

Opið hús miðvikudaginn 3. nóvember kl. 15. Ábyrgð og aðstoð Íslendinga. Hjálparstarf kirkjunnar er fjölbreytilegt og fólk nýtur þjónustu þess innanlands sem utan. Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri, segir frá og sýnir myndir. Veitingar í upphafi á Torginu.

By |2. nóvember 2010 10:42|

Messa 31. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar kaffi og kynnig á starfi Gideonsfélagsins eftir messu [...]

By |29. október 2010 16:00|

Týnda syninum fagnað

Biblíumáltíðir eru í Neskirkju á föstudögum kl. 12. Í dag, 29. október, verður haldin veisla til fagnaðar týnda syninum, sem sagt er frá í  15. kafla Lúkasarguðspjalls. Hver var og er týndur? Hvað merkir sagan og hvernig var veislan, sem pabbinn hélt manninum sem sóaði auði fjölskyldunnar? Týndir og fundnir [...]

By |29. október 2010 06:59|

Egill Helgason

Í Opnu húsi miðvikudaginn 27. október mun Egill Helgason, sjónvarpsmaður, tala um afa sinn, Ólaf Ólafsson, sem stundaði kristniboð á vegum Íslendinga í Kína. Veitingar á Torginu í upphafi.

By |26. október 2010 13:52|

Mannréttindi ráði

Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur sett fram tillögur - í ýtrasta ýkjubúningi - um að kreista kristni út úr skólum - skerða, þrengja og úthýsa í stað þess að opna, víkka og auka fjölbreytni. Óttumst ekki margbreytileikann heldur fögnum honum og nýtum til eflingar samfélagið. Prédikun Sigurðar Árna 24. október 2010 er [...]

By |25. október 2010 16:28|

Messa 24. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi eftir messu á Torginu.

By |21. október 2010 12:03|

Heródesarkjúlli

Hvað borðaði biblíufólk? Í Neskirkju er súpa á hverjum virkum degi fyrir gesti og gangandi. En föstudaginn 22. október verður eldaður kjúklingaréttur Heródesar. Biblíumáltíðirnar eru í safnaðheimilinu í hádeginu á föstudögum. Máltíðir hefjast kl. 12. […]

By |20. október 2010 14:00|