Ofurhetja
Ofurhetjurnar tjá óskir í dulvitund, en Jesús er veruleiki lífsins. Ofurhetjur birtast ekki í raunveruleikanum, en þar er Jesús Kristur. Hetjurnar eru sem neyðaróp sálar en Jesús er svar lífsins. Prédikun á ummyndunarsunnudegi, síðasta sunnudegi eftir þrettánda, 13. febrúar, 2011, er að baki smellunni.
Messa 13. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Hvað syngur í mér?
Opið hús miðvikudaginn 9. febrúar. Kristín Þórunn Tómasdóttir tekur með sér gítarinn í Neskirkju, syngur, spilar og deilir með okkur gleðiefnum sínum í lífinu. Hún er héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi, sérfræðingur í helgihaldi, hefur verið fulltrúi íslensku kirkjunnar í stjórn Lútherska heimssambandsins. Opið hús er alla miðvikudag kl. 15. Kaffiveitingar í [...]
María í messu 6. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi [...]
Guðni Ágústsson í Opnu húsi
Í Opnu húsi miðvikudaginn 2. febrúar kemur Guðni Ágústsson, fv. ráðherra í heimsókn. Margt hefur verið eftir honum haft og ýmis tilsvör hans hafa flogið víða. Guðni rær á gleðimiðin, segir frá ýmsu skondnu og skemmtilegu, ljóðar jafnvel ef andinn blæs honum í brjóst. Opið hús hefst kl. 15 með kaffiveitingum [...]
Amen
Ástin leitar hins heildstæða, bænin leitar hins altæka. Bæn varðar ekki aðeins uppfyllingu einhverrar kröfu eða óskar, heldur að opna lífið fyrir vori lífsins. Bæn er ekki aðeins það að biðja um lausn í einstökum málum og vandkvæðum, heldur að vilja, vona og tjá að lífið sé allt í hendi [...]
Messa sunnudaginn 30. janúar
Bænadagur á vetri. Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Thoma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, veitingar og [...]
Opið hús miðvikudaginn 26. janúar
Opið hús kl. 15. Ílending listar. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Íslands, ræðir um málarann Rafael og hina frægu mynd hans Ummyndun og hvernig hún tengist myndlist samtíma og túlkun seinni tíma manna. Kaffiveitngar á Torginu í upphafi. Dagskrá í Opnu húsi!
Messa sunnudaginn 23. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari en hann fer nú í leyfi vegna starfa á stjórnlagaþingi. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, [...]
Áfram Ísland !!
Á morgun fimmtudag var á dagskrá fermingarfræðslunnar fræðslukvöld fyrir foreldra og ungmenni um samskipti og kynslóðabil. Hvernig líður þér? kvöldinu verður frestað um viku til fimmtudagskvöldsins 27. janúar kl. 18.00 - 19.30 vegna landsleiks Íslendinga og Norðmanna. Við styðjum Strákana Okkar og hlustum á Rás 2.