Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Skírdagskvöld

Messa kl. 21.00. Heilög kvöldmáltíð með sérbökuðu Biblíubrauði. Börn úr Melaskóla lesa úr píslarsögunni. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Sjá nánari dagskrá yfir [...]

By |18. apríl 2011 21:15|

Afmælisgjöf til Neskirkju

Afmælisæbörn fá gjarnan gjafir og þannig var það á vígsluafmæli Neskirkju, sl. sunnudag, pálmasunnudag 17. apríl 2011. Þá færði Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og guðfræðinemi, kirkjunni að gjöf málverk eftir Nínu Gautadóttur sem á rætur í Veturbænum en hefur starfað í París um árabil að sögn Guðrúnar. […]

By |18. apríl 2011 14:00|

51 já í fermingum + skírn = 52 himinjá

Tvær fermingarathafnir voru í Neskirkju laugardaginn fyrir pálmasunnudag. Stemming var í kirkjunni og jáin hljómuðu. “Þessi fermdu ungmenni eru okkur falin. Virðum já þeirra til Guðs og lífs í trú á Jesú Krist. Vörumst að hafa nokkuð illt fyrir þeim, afvegaleiða þau, en styðjum þau með orðum og eftirbreytni til [...]

By |16. apríl 2011 17:49|

Birkisunnudagur

Eru pálmar skylda eða er kannski hægt að nota birki? Jú, nú er búið saga og klippa birki af trjánum við Neskirkju. Birkigreinar verða síðan notaðar við hátíðina næsta sunnudag, 17. apríl. Í tilefni 54 ára afmælis Neskirkju verður efnt til kirkjugöngu í Vesturbænum kl. 10,30. Fjölmennið, takið börnin með [...]

By |14. apríl 2011 10:28|

Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona á saltfisksdögum í Neskirkju

Á föstudaginn verður síðasta saltfiskhádegið á yfirstandandi föstu í safnaðarheimili Neskirkju. Föstudagssaltfiskur hefur verið fastur liður á föstu í nokkur ár. Í boði eru suður-evrópskir saltfiskréttir en um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var seldur til kaþólsku landanna. Þar hefur fastan djúpar rætur og menn minnka [...]

By |13. apríl 2011 10:43|

Rútuferð í Kópavog

Opið hús miðvikudaginn 13. apríl. kl. 15. Brottför verður frá Neskirkju rétt rúmlega þrjú. Prestar Lindakirkju taka á móti okkur í nýrri kirkju Kópavogsbúa í Lindasókn. Hvernig gengur uppbygging kirkjunnar í ungum söfnuði í borginni? Kaffiveitingar í Lindarkirkju.

By |13. apríl 2011 09:00|

Ferming í Neskirkju 10. apríl, 2011

„Þessi fermdu ungmenni eru okkur falin. Virðum já þeirra til Guðs og lífs í trú á Jesú Krist. Vörumst að hafa nokkuð illt fyrir þeim, afvegaleiða þau, en styðjum þau með orðum og eftirbreytni til göngu á góðum vegi hamingju og til eilífs lífs.“ Já, fermingarnar eru hafnar. Já, hljómar [...]

By |11. apríl 2011 19:46|

María

Stýrikerfi upphafningar og hreinsunar upphafssögu Jesú náði hámarki - María var ekki lengur mensk heldur komin út fyrir endimörk alheimsins. Maríu líður ekki vel þar og verður ekki mönnum að nokkru gagni. Nú stígur María af stallinum háa og kemur til manna. Prédikun Sigurðar Árna á boðunardegi Maríu, 10. apríl. [...]

By |11. apríl 2011 14:46|

Messur 10. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar sr. Sigurður [...]

By |9. apríl 2011 08:42|

Tónleikar að hefjast í Neskirkju – Tilviljun?

Hljómsveitin Tilviljun? er nú að leggja loka hönd á undirbúning við tónleika kvöldsins en þeir hefjast kl. 20. Tilviljun? kemur úr Kristilegum Skólasamtökum og markmið tónleikana að leyfa ungu fólki að koma saman og lofa Guð. Gleðin hefst kl. 20 og ókeypis inn.

By |8. apríl 2011 20:09|