Lífið og fjölskyldan
Opið hús 26. október. Lífið og fjölskuyldan. Davíð Scheving Thorsteinsson var frumkvöðull í iðnvæðingur Íslands. Hann var formaður Fél. ísl. iðnrekenda og forstjóri í fyrirtækinu SÓl. Davíð mun tala um það sem skiptir hann mestu máli, lífið og fjölskylduna. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Dagskrá haustsins.
Að vera
Það er búið að narta í Apple-lógið. Eplið minnir okkur á Edensöguna. Mannfólkið vill vita meira, víkka út vitund, nýta möguleika. Svo lærum við að lífið er hverfult. Standa eplabitarnir í okkur eða lærum við að njóta ávaxta lífsins – að vera? Að vera - eða að gera. Prédikun Sigurðar [...]
Týndur – fundinn – uppskrift !
Guðsríkið sprengir beinhart réttlætið. Í nútímaaðstæðum getum við séð í týnda syninum fólk af öllum gerðum og tegundum, fólk úr mismunandi hefðum og átrúnaði, sukkara, fjárplóga, misindismenn, fólk úr öllum stéttum og líka mestu bölvalda fólks. Sá guð sem Jesús Kristur sýnir okkur er hinn stóri Guð elskunnar sem faðmar [...]
Veisla fyrir týndan son
Biblíumáltíðir eru í Neskirkju á föstudögum kl. 12. Föstudaginn 21. október, verður haldin veisla til fagnaðar týnda syninum, sem sagt er frá í 15. kafla Lúkasarguðspjalls. Hver var og er týndur? Hvað merkir sagan og hvernig var veislan, sem pabbinn hélt manninum sem sóaði auði fjölskyldunnar? Týndir og fundnir hjartanlega [...]
Messa 23. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Thoma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Hljómur – Kór eldri borgara í Neskirkju
Hljómur er kórstarf fyrir eldri en 60 ára. Æfingar fara fram í safnaðarheimili Neskirkju á mánudögum kl. 14:15 - 15:45. Kórstjóri er Magnús Ragnarsson.
Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í kirkju og trúfélögum
Dr. Marie M. Fortune er einn virtasti fagaðili heims á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi. Hún er stödd á Íslandi og talar á námskeiði í Neskirkju um forvarnir og viðbrögð við kynferðislegri misnotkun í samhengi kirkju og trúfélaga, 19. október. […]
Maríukjúklingur
Nærri hundrað manns nutu biblíumáltíðar í Neskirkju í dag. Dómstólaráð hélt framtíðarþing sitt í safnaðarheimilinu og framtíðarhópur kirikjuþings hélt fund um kirkju og framtíð. Kjúklingur sem María í Nasaret hefði getað eldað var á borðum. Undursamleg lykt fyllti safnaðarheimilið og spurningar hljómuðu: „Get ég fengið uppskriftina, ég vil gjarnan elda [...]
Kirkja og framtíð
Hvernig reiðir kirkjunni af á siglingu inn í framtíðina? Hvernig ber að túlka aðdraganda þeirrar kirkjukreppu sem þjóðkirkjan er í nú? Samfélagsaðstæður hafa áhrif á þróun hennar. Sigurður Árni Þórðarson ræðir um áhrifaþætti í sögu þjóðkirkjunnar síðustu árin, kirkjukreppu þetta haustið, guðfræðihætti og kosti kirkjunnar á næstu árum. […]
Messa 16. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Einsöngur Bergþóra Linda Ægisdóttir úr Söngskóla Reykjavíkur. Félagar úr Kór Neskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og [...]