Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Guð, söngur, snúðar og gleði

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar kirkjunnar syngja. Stjórnendur Hilmar Örn Agnarsson og Steingrímur Þórhallsson organisti. Sigurvin Jónsson, æskulýðsprestur,  sér um orð og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar til borðs ásamt með unglingum. Eftir guðsþjónustu verður fjölskylduvæn og heilsusamleg veisla í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Kirkjuferð á aðventu er dásamleg.

By |2. desember 2011 10:54|

Lofsöngur Maríu – tónleikar 6. desember

MAGNIFICAT, Lofsöngur Maríu mun hljóma í Neskirkju við Hagatorg þriðjudagskvöldið 6. desember n.k. kl. 20:00. Á tónleikunum verða flutt tvö verk, Magnificat BWV 243 eftir Johann Sebastian Bach og Magnificat eftir Steingrím Þórhallsson sem verður frumflutt. Hér gefst tækifæri til að kynnast túlkun tveggja tónskálda á Lofsöng Maríu en tæplega [...]

By |2. desember 2011 09:43|

Aðventudagatal LÆK

LÆK, Leiklistarfélag æskulýðsfélaga kirkjunnar, sem hefur aðsetur í Neskirkju hefur unnið aðventudagatal með 24 ,,gluggum" þar sem ungmenni deila jólaupplifun sinni. Jólin fyrir mér eru .... Dagatalið birtist daglega í smáglugga hér að ofan. Njótum aðventunnar saman.

By |30. nóvember 2011 22:22|

Önd mín lofar Drottinn

Opið hús miðvikudaginn 30. nóvember. Á aðventutónleikum kórs Neskirkju þriðjudaginn 6. desember verða flutt tvö verk, Magnificat eftir organista Neskirkju, Steingrím Þórhallsson og Magnificat J.S. Bach. Steingrímur skýrir verkin með tali og tónum. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. og byrjar með kaffiveitingur á Torginu.

By |29. nóvember 2011 09:48|

Nýtt upphaf! Nýtt kirkjuár! Ný tækifæri!

Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 og sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Einsöngur Ragnhildur Þórhallsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Kór Neskirkju verður með kökubasar eftir messu. Samfélag og veitingar [...]

By |24. nóvember 2011 10:05|

Tónskáldið Grieg

Opið hús miðvikudaginn 23. nóvember. Grieg er þekktasta tónskáld Norðmanna. Áslaug Gunnarsdóttir mun skýra og spila sónötu hans í E-moll. Áslaug lærði píanóleik á Íslandi og í Þýskalandi og kennir píanóleik. Hún hefur boðist til að koma reglulega í opið hús til að kynna píanótónlist. Opið hús er alla miðvikudaga kl. [...]

By |22. nóvember 2011 09:51|

Líf úr rosa

Hvað sleit þér mest í tengslum við ástvini þína, foreldra, börn, maka, vini? Hvað hafði dýpst og sterkust áhrif á tilfinningar þínar og líðan? Hver er krísan - hver er lausnin? Prédikun Sigurðar Árna síðasta sunnudag kirkjuársins, 21. nóvember, er að baki smellunni.

By |21. nóvember 2011 21:33|

Krísa til lífs – í messu 20. nóvember

Síðasti sunnudagur kirkjuársins. Messa og barnastarf kl. 11 og sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðspjallið fjallar um dóm, krisis, og prédikarinn fjallar um þá krísu. Messuþjónar aðstoða í athöfninni. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. [...]

By |18. nóvember 2011 10:05|

Íslendingar með augum útlendinga

Opið hús miðvikudaginn 16. nóvember. Ólafur Davíðsson fyrrum ráðuneytisstjóri og sendiherra lauk starfsævinni sem sendiherra í Berlín. Áður   starfaði hann sem ráðuneytisstjóri í 13 ár. Trúnaðarstörfin og samskipti við fulltrúa erlendra þjóða, hvernig ganga þau fyrir sig? Vangaveltur í kjölfar viðburðarríkrar starfsævi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15 [...]

By |15. nóvember 2011 11:43|