Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa sunnudaginn 11. mars

Messa kl. 11. Kór Neskirkju og stúlknakórinn syngja. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórahallsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |8. mars 2012 10:26|

Opið hús

Opið hús kl. 15. Miðvikudaginn 7. mars verður farið í Listasafn Einars Jónssonar. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu. Lagt verður af stað frá safnaðarheimilunu kl. 15.20 með rútu. Áætluð heimkoma rúmlega 16.30.

By |7. mars 2012 10:06|

Blómlegur æskulýðsdagur í Neskirkju

Æskulýðsdeginum var fagnað í Neskirkju í dag en full kirkja var við guðsþjónustu í morgun þar sem fjallað var um einelti og boðskap Jesú um að vera öðrum ljós. Barnakór Neskirkju söng, Una Kamilla Steinsen spilaði á píanó undir einsöng Heiðu Darradóttur og Símon Kämpferd 18 ára flutti hugleiðingu. Eftir [...]

By |4. mars 2012 23:13|

Línan í sandinn – lágmarkskröfur í æskulýðsstarfi kirkjunnar

Í tilefni æskulýðsdagsins skrifa Sigurvin Jónsson æskulýðsprestur Neskirkju og Sunna Dóra Möller í Akureyrarkirkju um faglegar kröfu og þróun í barna- og unglingastarfi. Neskirkja er í dag fremst meðal jafningja í æskulýðsstarfi kirkjunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að biskup Íslands hafi ítrekað kallað eftir því að barna- og unglingastarfi verði [...]

By |4. mars 2012 22:58|

Æskulýðsdagurinn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur. Stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Leiðtogar úr unglingastarfi kirkjunnar leiða stundina. Sigurvin Jónsson æskulýðsprestur þjónar fyrir altari. Samvera og veitingar á Torginu eftir messu.

By |2. mars 2012 13:41|

Saltfiskur og fiskisögur

Hinir árlegu saltfiskdagar hófst á ný s.l. föstudag 24. febrúar. Hátt í fjörtíu manns mættu í hádeginu og snæddu ljúfengan suðrænn saltfiskur (bacalao). Saltfisksdagar munu halda áfram á föstudögum út föstuna og hefst borðhald kl. 12. Þér er hér með boðið að koma og njóta góðra rétta á sanngjörnu verði. [...]

By |1. mars 2012 12:50|

Fullorðinstrú – trú fyrir fullorðna

Þriðjudaginn 28. febrúar hefst fimm kvölda námskeiði í Neskirkju verður fjallað á léttum nótum um kristna trú og hlutverk trúarinnar í lífinu. Fræðslan er í höndum Sigurvins Jónssonar og Rúnars Reynissonar og hefst kl. 18 og stendur til kl. 19.30 og er ókeypis. Fjallað verður um bókstafsleg trúarviðhorf, barnatrú/barnslega trú [...]

By |24. febrúar 2012 13:05|

Messa 26. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag [...]

By |24. febrúar 2012 12:59|

Í hverri bók er mannsandi

Opið hús miðvikudaginn 22. febrúar kl. 15. Guðrún Ingólfsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína um handrit á 18. öld og viðhorf höfunda þeirra, þriggja karla og einnar konu. Guðrún segir frá þessum handritum og að þekkingarleit fólks á þessum tíma hafi verið skipulegri en talið hefur verið. Hvað stýrði og hver [...]

By |21. febrúar 2012 11:05|

Messa 19. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |17. febrúar 2012 09:46|