Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa – vígsluafmæli kirkjunnar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór, Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |30. mars 2012 10:22|

Birkisunnudagur – gengið til messu kl. 10.30

Næst komandi sunnudag 1. apríl, sem er pálmasunnudagur og vígsludagur kirkjunnar, verður gengið til kirkju frá tveim stöðum til að halda upp á þennan hátíðisdag. Safnast verður saman annars vegar í Þormóðsstaðarvör við vesturenda flugbrautar og hins vegar frá Grandaskóla. Lagt verður af stað frá þessum stöðum kl. 10.30. Áætlað er [...]

By |30. mars 2012 10:06|

Kristniboðsambandið

Opið hús miðvikudaginn 28. mars kl. 15. Kristján Þór Sverrisson kemur í heimsókn segir frá Kristniboðssambandinu. Íslenskir kristniboðar starfa í Afríkulöndunum Eþíópíu og Keníu og í Japan. Þar vinna þeir að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla og fleiru. Á tímum [...]

By |27. mars 2012 11:43|

Árshátíð NeDó

Prúðbúin ungmenni fylltu sali Neskirkju síðastliðinn þriðjudag þegar NeDó hélt árlega uppskeruhátíð sína. Skemmtiatriði kvöldsins voru með veglegasta móti og Kristján Ágúst Kjartansson guðfræðinemi sá um veislustjórn. Minningar að myndast í Neskirkju! […]

By |26. mars 2012 13:49|

Messa 25. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á [...]

By |23. mars 2012 10:38|

Saltfiskur og fiskisögur

Saltfiskdagar halda áfram í Neskirkju. Föstudaginn 22. verður borinn fram Grískur saltfiskréttur og svo auðvita fiskisaga. Föstudaginn 30. mars er síðan síðasti saltfiskdagur á þessari föstu.

By |22. mars 2012 10:34|

Opið hús miðvikudaginn 21. mars

Opið hús kl. 15. Jón Ármann Héðinsson talar um lífið, trúna og störfin. Jón Ármann ólst upp á Húsavík, lærði viðskiptafræði og var alþingismaður um árabil. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |20. mars 2012 10:03|

Messa 18. mars

Messa kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Ræðu dagsins er hægt að hlusta [...]

By |15. mars 2012 11:46|

Áslaug Gunnarsdóttir

Opið hús miðvikudaginn 14. mars kl. 15. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari, heldur uppteknum hætti og heldur tónleika í opnu húsi. Í haust var það Grieg en nú leikur hún Bach og skírir tónlistina. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |13. mars 2012 10:05|

Trú fyrir fullorðna – Fullorðinsfræðsla

Fullorðinsfræðsla Neskirkju heldur áfram á morgun þriðjudag kl. 18.00 - 19.30 en umræðuefni kvöldsins er Fullorðinstrú um röklegt samhengi trúar og texta. Allir eru velkomnir en fyrsta fræðslukvöldið má nálgast með því að smella á myndina að ofan. Umsjón hafa Sigurvin Jónsson og Rúnar Reynisson.

By |12. mars 2012 22:14|