Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fermingarfræðslan í Neskirkju er að hefjast!

Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20. (Það er ekki of seint að skrá sig á námskeiðið.) Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt. Farið verður einnig yfir samvinnu kirkju og heimilis á þessum undirbúningsvetri. Upplýsingar [...]

By |14. ágúst 2012 10:40|

Messa 12. ágúst kl. 11

Ungmenni á norrænu ungmennakóramóti munu syngja í messunni. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Samfélag á Torginu eftir messu. Allir velkomnir í Neskirkju.

By |11. ágúst 2012 13:25|

22. júlí – messa kl. 11

7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Aðföng og afgangar, forsjón og fyrirhyggja. Hver er staða okkar í lífinu? Þetta og margt annað verður íhugunarefni dagsins. Séra Örn Bárður Jónsson messar. Vertu velmomin/n. Kaffisopi eftir messu og spjall um lífið.

By |21. júlí 2012 08:07|

Sprengjusaga

Tólf tonna hitatankur í kjallara sprakk og húsið var sem rúst á eftir. Loftið yfir hitaklefanum splundraðist og hæðirnar fyrir ofan. Stór hluti þaksins hvarf út í nóttina. Steypuhlutar úr gólfum og veggjum flugu hátt í loft upp og grófust svo í jörðu þar sem þeir komu niður. En hvað [...]

By |8. júlí 2012 12:40|

Hvaðan kemur mér hjálp?

Messsan sunnudaginn 8. júlí, 2012, hefst kl. 11 að venju. Hið óvenjulega er, að hvorki organisti né kór þjóna í messunni. Messuliðirnir eru hefðbundnir en í stað tóns og undirleiks verða messuliðir lesnir. Prédikun verður á sínum stað og altarisgangan sömuleiðis. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Eftir messu verður kaffi [...]

By |7. júlí 2012 14:11|

Hvernig er sjónin?

Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki. Prédikun 1. júlí fjallaði um lífsleikni. Texti og hljóðskrá einnig eru að baki þessari smellu.

By |2. júlí 2012 08:42|

Messa 1. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Allir velkomnir.

By |30. júní 2012 23:55|

Sólarhátíð og heimsljósið

Döggin prédikar. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Messa Jóhannesar minnir á Jesú og jólin – en hvernig? Prédikun Sigurðar Árna á Jónsmessu, 24. júní, er að [...]

By |25. júní 2012 12:16|

Messa 24. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitnga á Torgin að messu lokinni.

By |23. júní 2012 13:18|

Ljóð landsins

Þjóð okkar var sem sveinninn og stamaði: Við vorum þjóð, við vorum menn, við áttum reisn, við vorum skáld. En ekkert gerðist, draumurinn um ljóðið lifði, um rismikla mennsku, skapandi sjálfstæði, kyngi orðs. Hér liggur skáld, hér liggur þjóð. Undrið varð. Prédikun Sigurðar Árna á þjóðhátíðardegi, 17. júní 2012, sem [...]

By |17. júní 2012 15:02|