Að standa gegn einelti!
Messa sunnudaginn 4. nóvember kl. 11 í Neskirkju. Þema messunnar er einelti og afleiðingar þess. Stúlknakór Neskirkju leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson þjónar fyrir altari og sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar. Stöndum saman, með lífinu og gegn einelti.
Heródesarkjúklingur
Hani Pílatusar er frægasti hani veraldar. En hæna Heródesar er síður kunn en hefur örgglega verið matreidd með kúnst fagurkerans. Hér er uppskrift að tilgátu-Heródesarkjúkling, sem verður eldaður í Neskirkju 2. nóvember og hefst máltíðin kl. 12 með kynningu og bæn. Föstudagar eru biblíumatardagar í Neskirkju. […]
Biblíumatur á föstudögum
Á föstudögum er biblíumatur eldaður í Neskirkju. Reyndar voru tæplega tíu kg. af nautakjöti steikt og sett síðan í kryddblöndu þegar á fimmtudegi – til að marinera kjötið vel. Á borðum 26. október verður máltíð af því tagi sem gæti hafa verið elduð þegar týnda syninum var fagnað. Allir eru [...]
Messa 28. október
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Halla Rut og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Undrið í leigubílnum
Leigubílstjórinn sofnaði, bensínfóturinn seig og skyndilega var bíllinn kominn upp í 150. Íslenskir þingmenn, ökumaður og starfsmaður Alþingis í bráðri lífshættu. Hver og hvað bjargar á slíkri reisu? Eru englar meðal manna? Prédikun í Neskirkju 21. október - bæði texti og hljóðskrá - er að baki þessari smellu.
Opið hús
Opið hús miðvikudaginn 24. október kl. 15. Oddrún Kristjánsdóttir, umhverfisfræðingur og framkvæmdarstjóri fjallar um Rauða korssin í Reykjavík. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Barnastarfið, messan og ástarsöguguðsþjónusta
Helgihald í Neskirkju sunnudaginn 21. október verður fjölbreytilegt. Messa og barnastarf verða að venju kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari og ræðir um ferðalög og lífsleiðir. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. [...]
Biblíumatur er föstudagsmatur – líka 19. október
Biblíumatur verður á borðum í Neskirkju næstu föstudagshádegi og matarmenning biblíutímans kynnt. Föstudaginn 19. október verður eldaður lambakjötsréttur úr biblíulegri konungsveislu. Kynning og borðbæn kl. 12. Biblían þjónar lífinu og það er aukabónus að þessi matur er heilsufæði og bragðgóður! Allir velkomnir og það vænlegra að koma rétt fyrir kl. [...]
Suðurnesin heilla
Opið hús miðvikudaginn 17. október. Suðurnesin heilla. Haustferð í Hvalsnes, Sandgerði og Keflavík – fræðslu og skemmtiferð. Leiðsögumaður Reynir Sveinsson og fararstjóri Sigurður Árni Þórðarson. Athugið að farið verður kl. 13 frá Neskirkju og komið til baka um kl. 17.