Ávaxtarækt í skjóli skóga
Í fyrsta opna húsi ársins 2013 mun dr. Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um ávaxtarækt. Undirtitillinn er: Úr eyðimörk um skóg til aldingarðs með viðkomu í rósagarði! Vilhjálmur Lúðvíksson er formaður Garðyrkjufélags Íslands. Hann er mikill ræktunarmaður, öflugur leiðtogi félagsins, sérfræðingur í rósum og hugsjónamaður sem drífur aðra áfram. Opna húsið verður [...]
Messa 20. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
A story about a child
Elisabeth Gerle prédikaði í Neskirkju 13. janúar við lok norræna trúfræðiþingsins sem haldið var í Neskirkju. Texti dagsins, úr Markusarguðspjalli, var barnaguðspjalið – hvatning Jesú um að leyfa börnunum að koma, varna eigi – slíkra er guðsríki. Gerle lagði út og tengdi við atburði og ofbeldisverk. Prédikunin, sem flutt var [...]
Messa 13. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sænski presturinn Elisabeth Gerle predikar og Arnfríður Guðmundsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Gerle kennir mannréttindasiðfræði við Uppsalaháskóla. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á [...]
Gerle prédikar í Neskirkju
Sænski presturinn Elisabeth Gerle predikar í Neskirkju sunnudaginn 13. janúar. Sr. Gerle er sérfræðingur sænsku þjóð kirkjunnar í mannréttindasiðfræði sem hún kennir einnig við Uppsalaháskóla. Norrænt fræðaþing verður haldið verður í Neskirkju frá 10-13. janúar og er sr. Gerle einn þátttakenda.
Messa 6. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Þú í kviku tímans
Nú máttu sleppa og núllstilla. Fortíð og nútíð eru gild en framtíðin líka. Hamingjan bíður eftir þér á næsta ári hver svo sem aldur þinn er! Guð opnar tímann. Hugleiðing Sigurðar Árna í aftansöng í Neskirkju á gamlárskvöldi 2012 er hægt að nálgast á tru.is að baki þessari smellu en [...]
Helgihald í Neskirkju við áramót
31. desember – Gamlárskvöld Aftansöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. 1. janúar – Nýársdagur Hátíðarmessa kl. 14.00. Einsöngur Gissur Páll Gissurason. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Starfsfólk og [...]
Stóra upplifunin
Elli og æska, fotíð og framtíð. Það er stórkostlegt að sjá gamla manneskju, sem beðið hefur alla ævi, njóta loks uppfyllingar vona vegna byggðarlags, þjóðar, allra manna. Og bænasvarið birtist í litlu barni, ómálga óvita. Prédikun Sigurðar Árna á 30. desember milli sunnudags og nýárs er að baki þessari smellu.
Helgihald yfir áramót
30. desember – Sunnudagur Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. 31. [...]