Messa 24. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsso. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Ljósmóðirin
Opið hús miðvikudaginn 20. febrúar. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur segir frá Þórdísi Símonardóttur sem var ljósmóðir á Eyrarbakka um aldamótin 1900. Opna húsið hefst kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu.
Messa 17. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Frumkvöðlastarf í fímmtíu ár
Í Opnu húsi miðvikudaginn 13. febrúar mun dr. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum prófessor í efnafræði og fv. Háskólarektor ræðir lífsferil sinn; segir frá námsárum í München, rannsóknarstörfum í Bandaríkjunum, uppbyggingu kennslu við H.Í., árunum í rektorsembætti og rannsóknum á heilsujurtum. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.
Ofbeldi í borginni
Vissulega er hægt að minnka mat og drykk. Við hefðum flest gott af! Og sumir leggja það á sig sem erfitt er - opna ekki netið, tölvupóstinn eða facebook og halda sér frá netinu í heilan sólarhring! Ferð föstunnar er hafin og það er dramatísk ferð. Prédikun Sigurðar Árna á [...]
Messa 10. febrúar – föstuinngangur
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson og messuþjónn Sesselja Thorberg Sigurðardóttir. Dr. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Viðhorf til eilífðarmálanna fjær og nær
Opið hús miðvikudaginn 6. febrúar kl. 15. Dr. Erlendur Haraldsson, fyrrum prófessor í sálfræði, mun tala um lífsgildi, lífsgildakönnun og handanveruna. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Opið hús
Opin hús er alla miðvikudögum fram á vor og hefjast með kaffi og með því kl. 15 og svo er gengið til fræðandi og einlægrar dagskrár kl. 15, 30. Miðvikudaginn 30. janúar er dagskráin í höndum sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Allir velkomnir.
Forstjórinn fangelsaður – hvað svo?
Þegar forstjórinn var hnepptur í varðhald gaf hann út yfirlýsingu um að Auðlindaráðið hegðaði sér reiður guð. Í yfirlýsingu forstjórans var vitnað í Matthesuarguðspjall: „Takið af honum talentuna og fáið þeim sem hefur tíu talenturnar...Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ Þetta er [...]
Messa 27. janúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Toma. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.