María sem gína?
María er í menningunni, minningunni, söngvum og tónlistinni, myndlist og sögu. María er á fána og peningaseðlum. María þarf ekki að leika hlutverk ofurhetju utan við endimörk alheimsins. Hún er fremur ein af fyrirmyndum - dýrlingar þjóna fyrirmyndarhlutverki. Gínan María er ekki góð en konan María, móðir Jesú Krists, er [...]
Messa 17. mars
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur og sögur í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu í lok messu.
Felix Mendelson í tónum og tali
Áslaug Gunnarsdóttir leikur og kynnir lög Mendelsohn sem var rómantískt tónskáld og uppi á fyrri hluta 19. aldar. Áslaug hefur haldið tónleika í Neskirkju einu sinni á misseri undanfarin ár. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar með kaffiveitingum á Torginu kl. 15.00.
Ég er – – – – – –
Sjö sinnum sagði hann “ég er” og bætti svo við stórum hugtökum. Þar með urðu til öflug myndhvörf, ný guðfræði og ný veröld. En tengist þessi merkilega sjöa Jesú sjálfsskilningi fólks og hvernig við lifum? Já. Prédikunin í Neskirkju 10. mars - fjórða sunnudag í föstu - er bæði á [...]
Messa 10. mars
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur - kór eldri borgara syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og [...]
Ófærð og óveður – opið hús fellur niður
Vegna byls og ófærðar fellur opið hús eldri borgara niður í dag, miðvikudag 6. mars. Sveinn Einarsson ætlaði að ræða um Guðmund Kamban og orðsporið - en þeirri dagskrá verður frestað til "betri tíma." Í opnu húsi í næstu viku - 13. mars - verður svo fjallað um Felix Mendelsohm [...]
Opið hús í Neskirkju á miðvikudögum kl. 15-16.30
6. mars Guðmundur Kamban og orðsporið. Margt hefur verið sagt og skrifað um Guðmund sem ekki stenst. Sveinn Einarsson hefur nýlega lokið ritun bókar um Guðmund og mun segja frá niðurstöðum sínum.
Æskulýðsdagurinn í Neskirkju
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn hátíðlegur í Neskirkju við fjölmenna guðþjónustu. Barnakór og stúlknakór Neskirkju leiddu tónlist og æskulýðskrakkar úr æskulýðsfélaginu NeDó þjónuðu. Guðþjónustunni var útvarpað og má hlýða á hana á RÚV.is. Prédikun sr. Sigurvins Lárusar Jónssonar Bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu má lesa á sigurvin.annall.is.
Lífsstarfið
Opið hús miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15. Haraldur Ólafsson, fyrrum prófessor í mannfræði, mun tala um lífshlaup sitt. Hvers vegna varð ég mannfræðinugr? Hvernig er starf fræðimannsins? Hvernig ver hann dögunum nú? Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Konudagurinn, klám og kynbundið ofbeldi
,,Það er við hæfi á degi þar sem ást til og á konum kemur saman við áskorun föstunnar um sjálfskoðun, að spyrja hvernig að samfélag okkar og kirkja hefur reynst konum og hvar við erum stödd á þeirri vegferð að konur jafnt sem karlar fái notið verðleika sinna óáreitt." Prédikun [...]