Paradís
Vissir þú - bumbubúinn - nokkuð um bíla, neyslu eða þingkosningar? Þú varst sprellifandi og smátilveran var þér nægileg. Tilveran var stærri en móðurlegið en þú skildir hana ekki. Hvernig og hvað er eilífð? Texti þriðja sunnudags eftir páska er úr fjórtánda kafla Jóhannesarguðspjalls og þar talar Jesús um veginn, [...]
Messa 21. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu.
Opið hús
Opið hús miðvikudaginn 18. apríl. Gæði á hjúkrunarheimilum. Hvað skiptir mestu máli þegar hjúkrunarheimili er valið, er það umhverfið, umönnunin, samskiptin eða umhyggjan? Dr. Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur fékk 2012 viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra. Hún kemur og segir frá fræðum sínum og lífsgæðum fólks. Kaffiveitingar í upphafi.
Kirkjugestir eða prestastefna?
,,Ég hóf þessa messu á orðunum ,,Kæru kirkjugestir, verið hjartanlega velkomin í kirkju á þessum fallega degi." Þessi algenga heilsa, sem virðist í senn vinaleg og eðlileg vekur samt upp spurningar um eðli kirkjunnar og starf prestsins. Er presturinn húsráðandi í kirkjunni og kirkjan menningarstofnun sem maður heimsækir?" Prédikun sr. [...]
Messa sunnudaginn 7. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyirr altari. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Katrín og Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.
„Hreint út sagt“
Opið hús miðvikudaginn 10. apríl kl. 15. Svavar Gestsson fv. ráðherra og sendiherra segir frá lífshlaupi sínu og les úr nýútkominni bók sinni. Kaffiveitingar í upphafi.
EXIT
Grænu flóttamerkin eru vegvísar sem þjóna mikilvægu hlutverki í neyðaraðstæðum. En hvað um andlega hættu? Eru til einhver græn leiðarmerki sem vísa veg í slíkum aðstæðum? Hugleiðing Sigurðar Árna í messunni á fyrsta sunnudegi eftir páska, 7. apríl er að baki báðum þessum smellum sigurðurdurarni.is og tru.is
Sunnudagurinn 7. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur og sögur í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu í lok messu. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar sr. Örn [...]
Nonni – Jón Sveinsson
Opið hús miðvikudagin 3. apríl kl. 15. Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðingur, hefur samið stóvirki um Nonna, Jón Sveinsson. Hann hefur opnað líf hans, sögu og tilfinningar með rannsóknum sínum. Gunnar ræðir um Nonna og bók sína. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.
Konungur ljónanna
Heimur er ekki lokaður heldur galopinn. Jesús er ekki aðeins konungur ljónanna heldur konungur lífsins. Páskasagan er engin þroskasaga heldur Guðssaga. Íhugun Sigurðar Árna í morgunmessunni á páskadag er að baki báðum þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is