Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Skálholtsjárnið

Er hljómundur kirkjunnar það sem skilgreinir Skálholt? Er kannski fræðslustarf Skálholtsskóla mikilvægast? Eða menningartúlkun fyrir ferðamenn það sem skilgreinir framtíð staðarins? Hvað er mikilvægast í Skálholti? Svarið er tengt þér. 21. júlí var 8. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og Skálholtshátíðardagur. Prédikun Sigurðar Árna þennan dag má nálgast á slóðunum trú.is og [...]

By |25. júlí 2013 08:57|

Kökukraftaverk Caroline

Í lok messunnar í Neskirkju 21. júlí hvatti ég söfnuðinn að venju að staldra við á Torginu eftir messu. Ég lét þess einnig getið að kosturinn yrði horandi því kirkjuvörðurinn, Valdimar Tómasson, hafði sagt mér að hann hefði ekkert annað en saltstangir til að setja fram með kaffinu! Svo fóru [...]

By |21. júlí 2013 22:58|

Messan 21. júlí og allir velkomnir

Hvernig er byggt, hvernig er sökkull og hvað merkir það í þínu lífi? Þetta er umfjöllunarefni í guðspjalli Jesú um húsin tvö, annað sem byggt var á sandi og hitt sem grundvallað var á bjargi. Sunnudaginn 21. júlí messar Sigurður Árni Þórðarson. Félagar úr kór Neskirkju syngja og meðhjálpari Valdimar [...]

By |19. júlí 2013 21:02|

Stóra sagan

Sumarleyfamyndum er smellt inn á facebook, Instagram, Flickr og aðra ljósmyndavefi. Svo eru ferðasögurnar. Þær sögur eru oft sjálfslýsingar og fara ekki á facebook. En svo er stóra sagan. Hugleiðingu Sigurðar Árna í messunni 14. júlí 2013 er hægt að lesa bæði á tru.is og sigurdurarni.is.

By |15. júlí 2013 14:57|

Messan 7. júlí

Alla helga daga er messað í Neskirkju. Sunnudaginn 7. júlí messar Sigurður Árni Þórðarson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson og félagar úr kór Neskirkju syngja. Allir velkomnir og messa hefst að venju kl. 11.

By |7. júlí 2013 10:05|

Óskaganga á Helgafell

„Er þetta satt pabbi?“ Ef maður klúðrar einhverju rætast þá ekki óskirnar? Ef maður lítur óvart aftur eða gleymir að signa yfir leiðið er þá ferðin til einskis eða jafnvel ills? Textar 5. sunnudags eftir þrenningarhátíð varða ferð - lífsferð. Í hugleiðingu dagsins var rætt um ferðalag og óskir lífisins, [...]

By |2. júlí 2013 11:17|

Messa 30. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélaga og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |28. júní 2013 14:33|

Goðsögnin um Kain og Abel

Mannhelgin nær jafnvel til þess sem fyrirgert hefur rétti sínum til að lifa í samfélagi manna með hegðun sinni og þar með til okkar sem erum breisk og buguð af minni misgjörðum en Kain. Prédikun sr. Sigurvins sunnudaginn 23. júní.

By |24. júní 2013 09:54|

Messa 16. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi og spjall eftir messu á Torginu.

By |13. júní 2013 11:50|

Skráning á fermingarnámskeið hafin

Skráning á fermingarnámskeið hefst í dag. Hægt er að skrá með því að hringja í síma 511-1560 eða koma við í Neskirkju við Hagatorg. Þátttaka á fermingarnámskeiði skuldbindur börnin ekki til að þiggja fermingu í vor. Upplýsingabæklingur hefur verið sendur í hús með öllum upplýsingum. Það er öllum velkomið að [...]

By |5. júní 2013 09:09|