Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Mið-org viku-el dags-tónar – hádegið í Neskirkju

Hádegistónleikar miðvikudaginn 25. september kl. 12.00 - 12.30. Áfram verður haldið í gegnum stóru orgelverk Bach en nú er komið að c - mollinum. Þar kennir ýmissa grasa. Preludía og fúga í c moll BWV 549. Fantasia og fúga í c moll BWV 537. Preludía og fúga í c moll BWV 546 og hugsanlega [...]

By |24. september 2013 14:09|

Islam

Krossgötur, Opið hús kl. 13:30 miðvikudaginn 25. september. Sverrir Agnarsson, múslimi, vinnur við rannsóknir á fjölmiðlum. Hann kemur og fræðir okkur um spámanninn Múhameð og fleira sem tengist múslimum. Samræður um trú og líf í flóknum heimi ólíkra trúarbragða. Kaffiveitingar á Torginu. Skoða dagskrá Á krossgötum hér.

By |24. september 2013 13:10|

Mannsins vegna…

Frelsi eða helsi? Ef mikilvægustu lífsþættirnir eru í óreiðu berst vanlíðan til alls annars. Frumfæða mennskunnar – ástvinatengsl, hreyfing, vinnulíf og andans rækt - og líkamsfæðan er svo hin fæðuvíddin. Hana þarf að vanda jafnvel og frumfæðuna. Prédikun Sigurðar Árna frá 22. sept. 2013 er að baki báðum þessum smellum [...]

By |24. september 2013 10:20|

Breytum heiminum

Það hefur enginn beðið okkur um að leysa öll vandamál heimsins en það er hins vegar verkefni hvers manns að gera gott. Fermingarungmennin í Neskirkju fóru um hverfið í kvöld, gerðu gagn og bættu heiminn. Þau týndu ótrúlegt magn að rusli, pokarnir voru stórir! Þau köstuðu vinarkveðjum á öll sem [...]

By |19. september 2013 20:08|

Messa 22. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |19. september 2013 11:04|

Krossgötur – Opið hús – miðvikudaginn 18. septembar

Haustferð að Fitjum í Skorradal. Hulda Guðmundsdóttir er skógar- og kirkjubóndi á Fitjum. Hún tekur á móti hópnum og segir frá stað, skógrækt og kirkjulífinu. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.00. Athugið breytan tíma. Skráning í síma 511 1560. Kaffi á Fitjum kostar kr. 1300. Sjá haust dagskrá hér!

By |17. september 2013 09:26|

Messa 15. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |12. september 2013 11:00|

Núllstilla og endurræsa?

Getur verið að þú þurfir að endurræsa? Er komið að því að núllstilla eða endurstilla í lífi þínu til að þú getir vaxið? Til að þér líði vel og lifir í samræmi við skapað eðli þitt, djúpþrá og köllun þína? Prédikun Sigurðar Árna í messunni 8. septeber er að baki [...]

By |11. september 2013 14:47|

Mið-org viku-el dags-tónar – hádegið í Neskirkju

Steingrímur Þórhallsson, organisti mun bjóða upp á blandaða tóna úr ýmsum pípum orgels Neskirkju, annað hvert miðvikudagshádegið í vetur. Fyrsta stundin er núna á miðvikudaginn klukkan 12:00 - 12:30 og á eftir er tilvalið að fá sér súp í Safnaðarheimili Neskirkju. Það er allt í góðu að mæta of seint [...]

By |11. september 2013 09:29|

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar hefjast að nýju fimmtudaginn 12. september kl. 10 - 12. Dagsrá verður fljótlega sett inn. Allir foreldrar velkomnir. Umsjón hefur Nína Agnarsdóttir.

By |10. september 2013 13:40|