Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Kvöldstund í kyrrð og kór

Miðvikudagskvöldið 16. október kl. 20.30 bjóða Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju öllum á tónleika þar sem íslensk dægurtónlist verður í aðalhlutverki. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir. Við flytum m.a. Vegbúann og I think of Angels eftir KK, Heyr mína bæn eftir Óla Gauk og Leiðina okkar [...]

By |14. október 2013 14:18|

Haustfasta í Reykjavík

Nú stendur yfir haustfasta Neskirkju. Haustfastan stendur yfir í ellefu daga og gengur út á að fasta á kjöt og fisk, sneiða hjá ofnæmisvökum og neyta hvorki kaffis né áfengis. Fullbókað varð á föstunámskeiðið á þremur dögum og var fljótlega ákveðið að efna til annars námskeiðs sem hefst 4. nóvember og jafnvel þess [...]

By |14. október 2013 09:56|

Ömmu og afa messa!

Ömmu og afa messa verður sunnudaginn 13. október kl. 11. Hljómur og Barnakór Neskirkju syngja. Stjórnandi Jóhanna Halldórsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ása Laufey Sæmundsdóttir umsjónmaður barnstarfs Neskirkju aðstoðar. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu á Torginu.

By |11. október 2013 10:08|

Mið-org viku-el dags-tónar – hádegið í Neskirkju

Hádegistónleikar miðvikudaginn 9. október kl. 12.00 – 12.30. Nú er komið að þriðju tónleikunum í þessari yfirferð á fimmta hefti orgelverka Bach, „Praeludien, Toccaten, Fantasien und Fugen I". Á tónleikum koma óvenjulega margar tóntegundir fyrir, c-moll, d-moll og D - dúr. Á dagskrá er Fantasía og Fúga í c BWV 562, bara [...]

By |8. október 2013 09:14|

Krossgötur miðvikudaginn 9. október

Krossgötur, Opið hús kl. 13.30. Sprikl og sprang. Hjónin Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og Hildigunnur Hilmartsdóttir, íþróttakennari mæta og ræða um hreyfingu og hollustu, líkamlega og andlega líðan. Kaffiveitngar.

By |8. október 2013 09:09|

Er Guð að leika sér að veröldinni?

Við, menn, spyrjum um orsakir, en Jesús um ávöxt. Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka [...]

By |6. október 2013 21:17|

Messa sunnudaginn 6. október

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Jóhanna Halldórsdóttir syngur einsöng. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Eva Björk, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |3. október 2013 11:01|

Vatnið, lífið og listin

Krossgötur miðvikudaginn 2. október kl. 13.30. Guðrún Kristjánsdóttir segir frá verki sínu VATN sem nú stendur yfir í Hallgrímskirkju. Gerið svo vel að koma beint í Suðursal   Hallgrímskirkju. Kaffi og kleina kosta kr. 500.

By |1. október 2013 13:04|

Messa 29. september

Messa og barnastarf kl. 11. Ceciliakórinn frá Flemingsbergs-söfnuðinum í Stokkhólmi heimsækir Nessöfnuð og tekur þátt í messunni. Með honum er íslenskur prestur, séra Baldur Baldursson. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Stúlknakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Sr Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði [...]

By |26. september 2013 10:51|

Haustfasta í Neskirkju 7.-17. október

Viltu breyta mataræði og líðan? Efnt verður til haustföstu í Neskirkju 7. – 17. október. Fastan er ekki erfið en þó endurnýjandi. Matur á borðum föstufólks verður grænmeti, ávexti, heilkorn (glúteinlaust) og hnetur í þessa 10 daga sem fastan varir. Andlega fæðið svíkur ekki og fólk fær margvíslegan stuðning til að [...]

By |25. september 2013 11:07|