Messa 3. nóvember – allra heilagra messa
Messa og barnastarf kl. 11. Allra heilaga messa. Minnst verður látinna ástvina í prédikun og bænagerð. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Einsöngur Davíð Ólafsson nemi í Söngskólanum. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Thoma. Söngur, sögur, brúður og gleði [...]
Davíð Stefánsson, ljóð hans líf
Krossgötur - Opið hús, miðvikudaginn kl. 13.30 miðvikudaginn 30. október. Gunnar Stefánsson, útvarpsmaður, hefur dálæti á ljóðlist skáldsins frá Fagraskógi, talar um það og túlkar list Davíðs. Kaffiveitingar á Torginu.
Málmhaus – boðið til samtals
Nýjasta kvikmyndin Ragnars Bragasonar Málmhaus fjallar m.a. um sorg og afleiðingar hennar. Presturinn í myndinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum, samtölum og flæði myndarinnar. Hann er áhugaverð týpa og farvegur agaðs stuðnings og blessunar – sem prestar eru jafnan í störfum sínum. Ég hafði samband við Ragnar og hann hafði áhuga [...]
Messa 27. október
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey og Ari. Samfélag, súpa og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Mið-org viku-el dags-tónar
Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður með fjórðu hádegistónleikanna sína í yfirferð sinn á fimmta hefti orgelverka Bach, „Praeludien, Toccaten, Fantasien und Fugen I" miðvikudaginn 23. október kl. 12.00 í kirkjunni. Komið er að tveimur stórvirkjum orgelbókmenntana, Dórísku tökkötunni (m. fúgu) og svo stóra e - moll prelúdían og fúgan. Þessi verk eru [...]
Frelsið í ófrelsinu
Krossgötur - Opið hús miðvikudaginn 23. október kl. 13.30. Hreinn Hákonarson er fangaprestur og mun ræða um starfs sitt. Hvernig er staðið að málum fanga í landinu? Hvernig er kirkjunni tekið í heimi hinna ófrjálsus? Samtal.
Málmhaus
Kirkjubruninn varð mér til íhugunar um hlutverk kirkju á Íslandi. Hera tók út reiði sína á Guði með því að brenna kirkjuna sem pabbi og mamma hennar sungu í, bróðir hennar var jarðsunginn frá og þar sem myndin af Kristi horfði á hana. Hugleiðing Sigurðar Árna í messunni 20. október [...]
Messa sunnudaginn 20. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Landhelgisgæslan í þjónustu Íslendinga
Krossgötur - Opið hús kl. 13.30 miðvikudaginn 16. október. Georg Lárusson er forstjóri gæslunnar og hann segir frá hlutverki hennar og í hverju starf hans er fólgið. Kaffiveitingar á Torginu.