„Mið-org viku-el dags-tónar“
Þá er komið að sjöttu tónleikunum í þessari yfirferð Steingríms Þórhallssonar organista um Preldúdíur og fúgur Bach. Þrjú mjög ólík verk verða nú á dagskrá en þetta eru næst síðustu tónleikarnir, Prelúdía og fúga í G -dúr BWV 541, Prelúdía og fúga í g - moll BWV 535 og loks hin fræga Fantasía [...]
Blaðsíðurnar í lífinu
Krossgötur miðvikudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jóhann Páll Valdimarsson rabbar um líf og bækur. JPV ólst upp í bókaútgáfu og hefur í átatugi verið í forystu bókaútgáfu á Íslandi. Kaffiveitingar á Torginu.
Tchaikovsky
Krossgötur miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Tchaikovsky var snillingur og verkin hans lifa enn og gleðja. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari kemur og leikur verk eftir hann á flygilinn í kirkjunni. Kaffiveitingar á Torginu.
Móðir, faðir, vinur – Guð
Hver er mynd þín af pabba og mömmu? Ef þú átt bága reynslu af öðru hvoru þeirra muntu draga hana með þér allt lífið og inn í samskipti þín við Guð. Ef þú hefur átt trausta bernsku, traust í foreldrum í hvívetna áttu festu í þér til að ganga inn [...]
Messa sunnudaginn 17. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Thoma. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Foreldramorgun fimmtudaginn 14. nóvember
Á morgun milli kl. 10-12 kemur til okkar Marín Þórólfsdóttir og kynnir fyrir okkur heklubókina sína. Kaffi og spjall að vanda. Við hvetjum foreldra til að kíkja á foreldramorgna og eiga þar góða stund í notarlegu umhverfi.
Fimmtu „Mið-org viku-el dags-tónar“ 13. nóvember
Þá er komið að fimmtu tónleikunum Steingríms Þórhallssonar organista í þessari yfirferð um Preldúdíur og fúgur Bach. Nú verða fjögur verk á boðstólnum, en þau eru flest nokkuð stutt; Prelúdía og fúga í e - moll BWV 533, Toccata og fúga í F - dúr BWV 540, Prelúdía og fúga í f - [...]
Ljóðlistin
Krossgötur miðvikudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Þóra Jónsdóttir, skáld, talar um ljóðlistina, skáldskapinn og lífið. Þóra gaf út ljóðabókina Landið í brjóstinu árið 2005 og lesin verða ljóð eru þeirri bók Þóru. Kaffiveitingar á Torginu eftir að dagskrá lýkur.
Messa 10. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Af kvikum myndum og maurum.
Krossgötur miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Lárus Ýmir Óskarsson er kvikmyndagerðarmaður og aktívisti. Hann ræðir um kvikmyndagerð og tjáningu með kvikum mynd-um. Hann tók þátt í Mauraþúfunni sem vann að þjóðfundinum sem setti fram hugmyndir um betra og réttlátara samfélag. Að læra af náttúrunni og yfirfæra það á mannlífið. Þátttaka í þjóðfélagsumræðunni. [...]