Helgihald um jól og áramót
Á aðfangadag verður jólastund barnanna kl. 16., aftansöngur kl. 18. og miðnæturmessa kl. 23.30. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 14. Á örðum í jólum er síðan hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sjá nánar dagskrána hér!
Messa sunnudaginn 22. desember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Upphitun á aðventu
Krossgötur miðvikudaginn 18. desember kl. 13.30. Steingrímur Þórhallsson er organisti Neskirkju. Hann kemur og hitar okkur upp með aðventu- og jólasöngvum. Barnakór kemur í heimsókn. Kaffiveitingar á Torginu.
Jólasöngvar kóra Neskirkju
Fram koma; Barnakór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju, Hljómur – kór eldri borgara og Kór Neskirkju. Stjórnendur Jóhanna Halldórsdóttir og Steingrímur Þórhallsson. Eftir stundina verður boðið upp á kakó og piparkökur. Aðgangur er ókeypis!
Lífið og tilveran
Krossgötur miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30. Sigurður Gizurarson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi sýslumaður, segir frá. Kaffiveitingar á Torginu.
Jólatónleikar í Neskirkju 11. desember kl. 20
Fram koma Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju ásamt básúnuleikurum. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson organisti kirkjunnar. Á tónleikunum verður flutt tónlist tengd jólum allt frá þekktum jólasálmum á borð við „Það aldin út er sprungið“ og „Hin fegursta rósin er fundin“ yfir í verkin „O Magnum Mysterium“ eftir Morten Lauridsen og „Lux Aurumque“ [...]
Annar sunnudagur í aðventu
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og Steingríms Þórhallssonar organista. Ása Laufey Sæmundsdóttir, umsjónarmaður barnastarfsins leiðir stundina ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.
Síðustu „Mið-org viku-el dags-tónar“
Sjöundu og síðustu Bach hádegistónleikarnir Steingríms Þórhallssonar þetta haustið verða miðvikudaginn 4. desember. Síðustu þrjár prelúdíurnar og fúgurnar úr heildarútgáfu af Bach, fyrra heftinu, BWV 536 A dúr, BWV 543 a moll (afar glæsileg og spennandi stykki) og BWV 536 A dúr, eru á dagskrá og þar með er fimmundahringnum lokað. [...]
Kyn og kynverund
Krossgötur miðvikudaginn 4. desember kl. 13.30. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, lektor í guðfræðilegru siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild hugvísindasviðs. Kaffiveitingar á Torginu.
Guð hvað?
Höfum við skapað Guð í eigin mynd, smættað Guð í þágu eigin draumsýnar um okkur sjálf? Og er Guð eða guðleysi þitt sú mynd sem þú hefur af þér? Varpar þú upp á himininn eigin vonum og þrám og búið til þína eigin guðsmynd og eigin átrúnað? Íhugun Sigurðar Árna [...]