Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fornsögur og fordómar

Krossgötur miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Gísli Sigurðsson, prófessor, talar um hve lestur okkar á fornsögum er háður þeim fyrirframhugmyndum sem við höfum um uppruna þeirra og menningarumhverfi. Hann tekur dæmi af gelískum áhrifum á íslenska menningu, valdabaráttu kirkju og veraldlegra lögsögumanna um yfirráð yfir lögunum, heimsmynd goðafræðinnar, einstökum Íslendingasögum [...]

By |18. febrúar 2014 14:48|

Sálmaforleikir Bach – Stuttir hádegistónleikar

Næstu hádegistónleikar Steingríms organista sem tileinkaðir eru orgeltónlist Bach verða miðvikudaginn 19. febrúar og hefjast kl. 12.00 (til 12.25). Á dagskrá eru Orgelbuchlein og Leipzig kóralforspilin eða sálmaforleikir (forspil að sálmum) en kóraforspilum Bach eru að flestra mati tónsmíðaleg undur.

By |18. febrúar 2014 14:46|

Messa 16. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |13. febrúar 2014 10:54|

Að fræða börn og stýra skóla

Krossgötur miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Dagný Annasdóttir er nýr skólastjóri Melaskóla. Hún er Vestfirðingur að ætt og uppruna og ætlar að segja okkur af sjálfri sér og störfum sínum. Kaffiveitingar.

By |11. febrúar 2014 10:38|

Hönnuð saga

Þar er efinn og þar er trúin. Þú mátt hafa allar heimsins skoðanir á hvort sagan er trúleg eða ekki, hvort hún er leiðinleg eða skemmtileg en skilaboðin eru skýr. Í prédikun 9. febrúar 2014 - á síðasta sunndegi eftir þrenningarhátíð – ræddi Sigurður Árni um ummyndunarsöguna, gerð hennar og [...]

By |9. febrúar 2014 21:11|

Messa 9. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu. Kl. 12.30 mun [...]

By |6. febrúar 2014 10:35|

Kirkjuhús Neskirkju – undur og stórmerki

Neskirkjukynning verður eftir messu sunnudaginn 9. febrúar, kl. 12,30. Pétur Ármannsson, arkitekt, mun fjalla um Neskirkju. Pétur er einn helsti sérfræðingur Íslendinga í sögu byggingagerðar þjóðarinnar. Hann skrifaði kaflann um Neskirkju í bókaflokknum Kirkjur Íslands og er því öllum skotum og hornum kunnugur. Pétur mun flytja framsögu um Neskirkjuhúsið og [...]

By |6. febrúar 2014 00:25|

Sálmaforleikir Bach – Stuttir hádegistónleikar

Miðvikudagshádegin í Neskirkju verða áfram tileinkuð orgeltónlist Bach. Nú er komið að kóraforspilum hans sem að flestra mati eru tónsmíðaleg undur. Fyrstu tónleikarnir verða 5. febrúar og hefjast kl. 12.00 (til 12.25). Á dagskrá eru Orgelbuchlein og Leipzig kóralforspilin eða sálmaforleikir (forspil að sálmum).

By |4. febrúar 2014 11:18|

Skáldað í byggingararfinn

Krossgötur miðvikudaginn 5. febrúar kl. 13.3o. Hvers vegna byggja menn tilgátuhús eins og Þjóðveldisbæ í Þjórsárdal? Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns talar um  tilraunir manna til að endurgera fornar byggingar. Kaffiveitingar.

By |4. febrúar 2014 11:12|

Messa 2. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Bjarni Jónatansson. Messuþjónar aðstoða. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu.

By |30. janúar 2014 10:42|