Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa sunnudaginn 16. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |14. mars 2014 13:11|

Krossgötur 12. mars

Krossgötur miðvikudaginn 12. mars kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur. Hvað er lífefnafræði? Frumkvöðlastarf, fyrirtækjarekstur, nýsköpun. Þjóðfélagsmál, strjónmál. Kaffiveitingar.

By |10. mars 2014 11:23|

Messa sunnudaginn 9. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu.

By |6. mars 2014 09:40|

Súpa dagsins

Miðvikudaginn 5. mars verður boðið upp á grænmetissúpu (kókosmjólk, paprika, brokkolí, hvítkál, gulrætur, sætarkartöflur, laukur og hvítlaukur) í hádeginu á Kaffitorginu. Verð fyrir súpu og brauð er 900 kr. Kaffitorg Neskirkju býður upp á gæða súpur í hádeginu alla virka daga.

By |5. mars 2014 10:25|

Löngumýri í Skagafirði

Langar þig að taka þátt í æfintýri? Það er spurningin á krossgötum Neskirkju, miðvikudaginn 5. mars. Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Elli-málaráðs og orlofsbúðastjóri, kemur í heimsókn og segir frá Löngumýri, sýnir myndir og lætur nokkrar skemmtisögur flakka.

By |3. mars 2014 17:10|

Sunnudagurinn 2. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór og stúlknakór Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og Steingríms Þórhallssonar organista: Unglingar úr æskulýðsfélaginu NeDó þjóna. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |27. febrúar 2014 13:42|

KR og hverfið

Krossgötur miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er formaður KR. Hann mun ræða hlutverk íþrótta, stöðu KR í Vesturbænum, íþróttamenn sem fyrirmynd o.fl. Kaffiveitingar.

By |25. febrúar 2014 09:57|

Áttræður sr. Frank prédikar á biblíudegi

Prestur Neskirkju í 40 ár, sr. Frank M Halldórsson, verður áttræður sunnudaginn 23. febrúar. Það er biblíudagurinn í íslensku þjóðkirkjunni. Sr. Frank mun prédika í messunni í Neskirkju, sem hefst kl. 11 á sama tíma og barnastarfið. Steingrímur Þórhallsson stjórnar söng og félagar úr kór Neskirkju syngja. Dr. Sigurður Árni [...]

By |19. febrúar 2014 21:29|