Aðalasafnaðarfundur 4. maí
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 4. maí kl. 12.20, að lokinni sunnudagsmessu safnaðarins, í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Alli velkomnir. Sóknarnefnd Neskirkju
Vatnaskógur
Krossgötur miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Upphaf sumarbúða í Vatnaskógi. Þórarinn Björnsson er guðfræðingur og bókasafnsfræðingur og hefur rannsakað sögu Vatnasógar og upphafsára KFUM-hreyfingarinnar. Kaffiveitingar.
Messa sunnudaginn 27. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Hvað leiddi þig til starfa í Neskirkju?
Krossgötur miðvikudaginn 23. apríl kl. 13.30. Þáttur trúarinnar í daglegu lífi. Hlutverk kirkjunnar. Hlutverk Neskirkju í lífi vestur-bæinga. Bendedikt Sigurðsson, lögfræð-ingur og fv. formaður sóknarnefndar Neskirkju. Kaffiveitingar.
Helgihald í dymbilviku og um páskana
Skírdagskvöld Messa kl. 20.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi Guðsþjónusta kl. 11.00. Jón Sigurðsson fv. skólastjóri á Bifröst prédikar. Kór Neskirkju [...]
Sálmaforleikir Bach – stuttir hádegistónleikar
Miðvikudaginn 16. apríl mun Steingrímur Þórhallsson organist halda áfram að spila fyrir okkur sálmaforleiki Bach. Tónleikarnir byrja kl. 12 og standa yfrir í um hálf tíma.
Síðasti saltfiskdagur ársins
Síðasti saltfiskdagur Neskirju að þessu sinni verður föstudaginn 11. apríl kl. 12. Suðrænn saltfiskur - bacalao - verður á borðum og kostar kr. 1.500 með ofnbökuðum rótarávöxtum. Borðum hollan mat á föstunni og aukum fiskneyslu!
Pálmasunnudagur
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kirkjudagur Neskirkju. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Laugardagurinn 12. apríl
Fermingarmessur kl. 11.00 og 13.30. Prestar sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Þorvaldur Gylfason
Krossgötur miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Háskólinn, hagur almennings og heimafylgja. Tónlist og listræn tjáning. Þorvaldur Gylfason, prófesson í hagfræði kemur í heimsókn. Kaffiveitingar.