Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fimmta fingurs fimmtudagar

Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju verður í vetur með stutta tónleika í hádeginu annan hvern fimmtudag sem hafa hlotið nafnið Fimmta fingurs fimmtudagar. Á þessum tónleikum býður hann upp á tvær ólíkar raðir. Önnur verður sem fyrr helguð meistara Bach og spilað verður í hvert sinn tónlist frá ákeðnu æviskeiði hans. [...]

By |24. september 2014 10:23|

Hvað gerir fimmtugur maður með krabbamein?

Sigurbjörn Þorkelsson er mikilvirkur pistlahöfundur, rithöfundur og skáld. Hann hefur opinberlega greint frá andlegri og líkamlegri baráttu sinni við krabbamein. Sigurbjörn kemur á Krossgötur miðvikudaginn 24. september og talar opinskátt um trú, afstöðu og baráttuna. Kaffiveitingar. Krossgötur eru á miðvikudögum kl. 13.30. Sjá haustdagskrá.

By |23. september 2014 10:24|

Messa 21. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigurvin Lárus æskulýðsprestur, Ari tónlistarmaður, Katrín Helga  og Andrea Ösp. Samfélag og kaffisopi [...]

By |18. september 2014 11:09|

Krossgötur að hefjast!

Krossgötur - opið hús. Vetrardagsrkáin hefst miðvikudaginn 17. september kl. 13:00 með ferð í Viðey. Þar mun Viðeyingurinn og bókaútgefandinn, Örlygur Hálfdánarson, segja frá merkri sögu gamla þorpsin í Viðey, sýna félagsheimili Viðeyinga sem er í gömlum vatnstanki og segja frá myndum úr sögu staðarins í gamla skólahúsinu. Neskirkja býður [...]

By |15. september 2014 16:05|

Messa og barnastarf 14. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur, Ari Agnarsson tónlistarmaður, Katrín Helga Ágústsdóttir og Andrea Ösp [...]

By |11. september 2014 11:11|

Kynningarbæklingur fyrir æskulýðs- og kórastarf.

Nýr bæklingur er kominn út sem ætlað er að kynna það starf sem er í boði í Neskirkju fyrir börn og unglinga. Þar kennir ýmissa grasa og allir ættu að geta fundið sér stað. Hægt að er senda fyrirspurnir á sigurvin@neskirkja.is.    

By |8. september 2014 16:13|

Fjölskylduguðsþjónusta á Sunnudag

Næsta sunnudag hefst barnastarf Neskirkju með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Æskulýðsprestur Neskirkju Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina ásamt Steingrími Þórhallssyni organista, sunnudagaskólastarfsfólki og NeDó-leiðtogum. Skráning í barnastarf Neskirkju á mánudögum og þriðjudögum er hafin.

By |5. september 2014 10:57|

Messa 31. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Judith Thorbergsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sýning á verkum listakonunnar Ragnhildar Stefánsdóttur verður opnuð á Torginu eftir messu. Kaffiveitingar. Ræðuna er hægt að nálgast hér.

By |28. ágúst 2014 13:15|

Sýning Ragnhildar Stefánsdóttur

Sunnudaginn 31. ágúst verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sýning á verkum listakonunnar Ragnhildar Stefánsdóttur. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Skynjun, eru þrjú verk: Vox populi sem er hugleiðing um tunguna, Svo á himni sem á jörðu, um augað og Innút, um þefskynið. […]

By |28. ágúst 2014 13:14|