Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fimmta fingurs fimmtudagur

Fimmtudaginn 6. nóvember verður fimmtu hádegistónleikarnir með Steingrími organista. Boðið er upp á Bach, Preludia og fúga í D - dúr sem er verk frá Weimar tíma kappans og seinna stóra verkið er Trío sónata númer 3 í d moll sem er ein sú viðameiri af systrunum sex. Tónleikarnir hefjast [...]

By |4. nóvember 2014 20:35|

Jakobsvegur og pílagrímaganga

Krossgötur miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir hefur farið Jakobsveginn – ekki einu sinni heldur tvisvar. Jakobsvegurinn er leiðin til Santiago Compostella á Spáni. Pílagrímar hafa á annað þúsund ár farið þessa leið til að leita sér andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Torhildur Rúna sýnir okkur myndir og segir [...]

By |4. nóvember 2014 10:28|

Að vígbúast í friði

„Það er hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga að vera friðsöm og vopnlaus þjóð og þessvegna ristir það þjóðarsálina djúpt þegar yfirvöld fara framúr almenningi í vopnavæðingu lögreglunnar." Prédikun Sigurvins 2. nóvember er að baki tveimur smellum, bæði á tru.is og sigurvin.annall.is.

By |3. nóvember 2014 00:13|

Messa 2. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur, kór eldri borgara syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea Ösp, Katrín Helga og Ari tónlistarmaður. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |30. október 2014 10:31|

Æskulýðsprestur Neskirkju með fræðslu á Landsmóti ÆSKÞ

Yfirskriftin Landsmóts í ár var JÁ! og vísar hún í umræðuefni mótsins kynhegðun og kynheilbrigði. Í fræðslunni, sem að komu Sigga Dögg kynfræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur hjá Barnahúsi, var tekið á álitamálum á borð við klámmenningu, kynferðisofbeldi og notkun getnaðarvarna. Hér fjallar sr. Sigurvin Lárus Jónsson um Adam og [...]

By |30. október 2014 08:48|

Kirkja og borg

Krossgötur miðvikudaginn 29. október kl. 13.30. Droplaug Guðnadóttir, form. sóknarnefndar Neskirkju segir frá þjónustu Reykjavíkurborgar við eldra fólk og kirkjuþátttöku sinni allt frá barnsaldri til samtímans. Kaffiveitingar.

By |29. október 2014 08:30|

Vel heppnað Landsmót á Hvammstanga.

NeDó hópurinn var áberandi á nýafstöðnu Landsmóti ÆSKÞ, sem haldið var á Hvammstanga sl. helgi. Mótið sóttu yfir 600 manns og voru auk myndarlegs hóps þátttakenda frá Neskirkju fjölmargir leiðtogar sem gáfu vinnu sína við framkvæmd mótsins. Fremst í flokki var Katrín Helga Ágústsdóttir en hún hélt utan um sjálfboðaliðahópinn. [...]

By |28. október 2014 22:39|

Guðlastarinn Jesús Kristur?

„Kannski er þá aðeins eitt aðalgildi eftir, réttur einstaklingins. Þegar einstaklingshyggjan ríkir rýrnar samfélagsvíddin. Tjáningarfrelsið verður þá sem næst heilagur réttur, sem ekkert má takmarka.“ Prédikun Sigurðar Árna 26. október er að baki tveimur smellum, bæði á tru.is og sigurdurarni.is

By |27. október 2014 10:57|

Messa 26. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea Ösp, Ari tónlistarmaður og Oddur. [...]

By |23. október 2014 11:09|

Fimmta fingurs fimmtudagur

Fimmtudaginn 23. október verða fjórðu hádegistónleikarnir með Steingrími organista. Þennan fimmtudag verða stafatónleikar og mun Steingrímur spila verk eftir tónskáld sem byrja á stafnum B. Á dagskrá verða tvö afar falleg kóraforspil eftir Brahms, Það aldin út er spurngið og Ó höfuð dreyra drifið en rúsínan í pylsuendanum er öll gotnestka [...]

By |22. október 2014 13:13|