Malala og spámenn aðventunnar
„Þegar Malala var spurð á BBC í liðinni viku hvaðan styrkur sinn kæmi nefndi hún ást og stuðning fjölskyldu sinnar og trú sína, þá sömu trú og ofbeldismenn hennar kenna sig við. Við sem hér erum samankomin tilheyrum annari menningu, skyldri en ólíkri trúarhefð og búum langt frá vígstöðvum Talibana, [...]
Aðventukvöld
Aðventukvöld miðvikudaginn 17. desember kl. 20. Barna- og Stúlknakór Neskirkju, Hljómur, kór eldri borgara, og Kór Neskirkju syngja. Stjórnendur Jóhanna Halldórsdóttir og Steingrímur Þórhallsson. Heitt kakó og piparkökur á Torginu.
Ljósamessa þriðja sunnudag í aðventu
Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Stúlknakórinn syngur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Katrín og Ari. Seld verða kerti fyrir [...]
Aðventa
Krossgötur miðvikudaginn 10. desember kl. 13.30. Síðustu Krossgötur fyrir jól. Aðventusamvera með viðeigandi veitingum! Sr. Jakob Á. Hjálmarsson segir frá englunum og sýnir myndir.
Barnakór og Trölli sem stal jólunum.
Á sunnudag var vel sótt fjölskylduguðsþjónusta í Neskirkju en Barnakór kirkjunnar leiddi söng undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og við undirleik Ara Agnarssonar. Ein fermingarmóðir, Inga Dóra Björnsdóttir, deildi með okkur upplifun sinni af stundinni í ljóði sem gladdi okkur starfsfólkið mjög. Sem fermingarmamma ég mæti í kirkju. sybbin og pirruð [...]
Fjölskyldumessa 7. desember
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina ásamt starfsfólki sunnudagaskólans, Ara Agnarssyni og Andreu Ösp Andradóttur. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Grund – stórt heimili fyrir lifandi fólk
Krossgötur miðvikudaginn 3. desember kl. 13.30. Heimsókn á Grund við Hringbraut. Við kynnumst heimilisbragnum, syngjum með heimafólki og þiggjum veitingar. Mæting Brávallagötu megin.
Jólaóratorían
Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju, ríflega 20 manna barokkhljómsveit og einsöngvarar flytja Jólaóratoríu J.S. Bach í Neskirkju föstudagkvöldið 5. desember kl. 19.30 undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Jóhanna Halldórsdóttir, alt, Þorbjörn Rúnarsson, tenór og Hrólfur Sæmundsson, baritón. Fluttar verða kantötur I, II, III og VI. Aðgangseyrir er [...]
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem er settur sóknarprestur til 1. febrúar 2015, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurvini Lárusi Jónssyni. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea Ösp, [...]
Klippt, teiknað, málað, mótað
Fyrsta sunnudag aðventu, 30. nóvember, kl. 12:00, í kjölfar messu sem hefst kl. 11:00, verður opnuð sýning á verkefnum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík í safnaðarheimili Neskirkju. Verkefnin eru unnin á yfirstandandi önn og er nemendahópurinn á öllum aldri. […]