Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Helgihald yfir áramót

31. desember – gamlárskvöld Aftansöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. 1. janúar – nýársdagur Hátíðarmessa kl. 14.00. Einsöngur. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |29. desember 2014 13:08|

Það er jafn sárt að vera manneskja nú og fyrir 2.000 árum

„Við vitum öll, börn jafnt sem fullorðin, að dýrar gjafir, metnaðarfull matargerð og Georg Jensen jólaóróar, eru ekki þau atriði sem færa okkur jól en þau eru hinsvegar hluti af ástartjáningu fjölskyldunnar og slíka tjáningu skyldi aldrei smætta. Við höldum jól eins veglega og okkur er unnt, vegna þess að [...]

By |25. desember 2014 02:09|

Jólastund barnanna á aðfangadag

Á aðfangadag kl. 16.00 verður haldin helgistund fyrir börn og fjölskyldur í Neskirkju. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson mun stýra stundinni ásamt starfsfólki barnastarfsins. Barna- og Stúlknakór Neskirkju flytja jólalög og sálma undir stjórn Steingríms Þórhallssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. Helgileikur með búningum verður settur á svið með viðstöddum og mun Rúnar [...]

By |18. desember 2014 09:19|

Aftansöngur á aðfangadag

Aftansöngur kl. 18.00. Trompet Steinar Kristinsson. Einsöngur Hrólfur Sæmundsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |18. desember 2014 09:00|

Jólasálmar og vonartextar

Í miðnæturmessu á jólanótt syngjum við jólasálmana og hlustum á vonartexta. Háskólakórinn leiðir sönginn en söfnuðurinn hefur tækifæri til söngs. Helgihald samverunnar, sem hefst kl. 23.30, verður í samræmi við hina ensku Christmas Carols - hefð þar sem lesnir eru lykiltextar Biblíunnar um Messías, vonartextar Gamla testamentisins og síðan jólatextarnir. [...]

By |18. desember 2014 08:25|

Jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |18. desember 2014 08:00|

Jólaskemmtun barnanna

Föstudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 11.00 verður haldin jólatrésskemmtun í safnaðarheimili Neskirkju. Kátir bræðir munu koma í heimsókn og gefa öllum börnum jólaglaðning frá kirkjunni og skemmta börnunum. Umsjón hefur starfsfólk barnastarfs Neskirkju. Öll eru hjartanlega velkomin, stór sem smá.

By |18. desember 2014 07:29|

Hátíðar-guðsþjónusta, -Hljómur og -kaffi

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 á öðrum degi jóla. Hljómur, kór eldri borgara syngur. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyirr altari. Eftir guðsþjónustu verður jólasamvera og hátíðarkaffi á Torginu.

By |18. desember 2014 06:36|

Fjórir kórar og fátækt barn

„Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélag og sem kirkja. Hlutverk kirkjunnar er að veita skjól og kirkjan mætir þörfum barna með margvíslegum hætti.” Hugvekja Sigurvins á aðventukvöldi 17. desember er að baki tveimur smellum, bæði á tru.is og sigurvin.annall.is.

By |17. desember 2014 21:00|

Messa fjórða sunnudag í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Andrea, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |17. desember 2014 09:09|