Messa á sunnudaginn
Á sunnudaginn verður messa að venju kl. 11 en Sigurvin Lárus Jónsson er prestur og Steingrímur Þórhallsson organisti. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Athvarf að sumri í kirkjunni þinni.
Blómatónleikar
Miðvikudagskvöldið 3. júní býður Kór Neskirkju til vortónleika í kirkjunni kl. 20.00. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og er öllum velkomið að koma og hlýða á fallega kórtónlist. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af tónleikaferð kórsins til Ítalíu og verður efnisskrá fyrirhugaðra tónleika á Ítalíu flutt. Á efnisskránni kennir margra [...]
Skráning í fermingarfræðslu hefst 1. júní
Fermingarbæklingur hefur verið sendur í hús til ungmenna sem búa í sókninni og eru skráð í Þjóðkirkjuna. Athugið að öll ungmenni eru velkomin í fermingarfræðslu Neskirkju óháð trúfélagaaðild, trúarafstöðu og búsetu. fermingar2015
Viska Guðs og heilög önd.
Hátíðarmessa á Hvítasunnudag kl. 11. Kór Neskirkju syngur hátíðartón undir stjórn Steingríms Þóhallssonar. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sigurvin hefur rannsakað visku Guðs í forn-kristnum bókmenntum en sú hugmynd varðar daglegt trúarlíf og kraftinn til að lifa í nýjum lífstakti. Kaffi á Torginu að lokinni messu.
Gleðilegt sumar.
Í dag var haldin uppskeruhátíð sunnudagaskólans. Fjölmargir lögðu leið sína í Neskirkju og hlýddu á Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja og til að gleðjast með starfsfólki sunnudagaskólans. Í garðinum voru hoppukastalar og pylsugrill fyrir alla sem vildu. Gleðilegt sumar og við hlökkum til nýs skólaárs sem hefst í byrjun september. [...]
Vorhátíð sunnudagaskólans 17. maí.
Á sunnudaginn verður uppskeruhátíð sunnudagaskólans. Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja og báðir prestar kirkjunnar þjóna. Að lokinni guðsþjónustu verða grillaðar pylsur í garðinum og hoppukastalar settir upp fyrir börnin. Gleðjumst saman í kirkjunni okkar.Plakat
Meira maður
Hér má lesa predikun uppstigningardags í Neskirkju. ,,Páll heitinn Skúlason, sem jarðsunginn var í síðustu viku, ræddi gjarnan það hlutverk samfélags að þroska manneskjuna og efla hana. Hann leit einmitt til þess tilgangs sem bíður okkar dauðlegra manna og hvernig við ættum í sífellu að rækta hug okkar og anda [...]
Vortónleikar Hljóms, Kórs eldri borgara í Neskirkju
Laugardaginn 16. maí kl. 17:00 eru hinir árlegu vortónleikar Hljóms, Kórs eldri borgara í Neskirkju. Sérstakur gestur tónleikanna er Gissur Páll Gissurarson, tenór. Steingrímur Þórhallsson leiðir kórinn. Allir eru velkomnir! Aðgangur er ókeypis!
Móður-mál trúarinnar.
Prédikun dagsins um uppruna mæðradagsins er kominn á tru.is. Í prédikuninni segir m.a: „Að baki þeirri guðfræði er meðvitund um þá staðreynd að hagmunir og heilsa kvenna við barnsburð og brjóstagjöf er samofin hagsmunum allra og í þróunaraðstoð er árangursríkasta leiðin til að efla hag fólks að búa um heilsa [...]
Messa 10. maí á mæðradaginn
Messa og barnastarf á mæðradaginn. Ekkert hlutverk hefur yfir sér dýpri dulúð og meiri ást en það að vera móðir. Í prédikun dagsins verður fjallað um mæður og hvað þær geta kennt okkur um listina að lifa. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar. Kór Neskirkju leiðir söng og flytur kórverk undir stjórn [...]