Um ástvinamissi á árnýöld
Krossgötur mánudaginn 26. janúar kl. 13.00. Þórunn Sigurðardóttir, prófessor emerita flytur erindi sem heitir: „Ég elskaði, ég missti mitt elskulegasta barn“. Viðbrögð við ástvinamissi eru talin mótast af sögulegum og menningarlegum þáttum. Í hverju samfélagi eru venjur og viðmið sem ákvarða hvernig skuli bregðast við andláti og missi, bæði opinberlega [...]
Messa 25. janúar
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrims Þórhallssonar. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Umsjón Ari, Katrín og Karólína. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.
Svo á jörðu sem á himni
Krossgötur mánudaginn 19. janúar kl. 13.00. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun: Eddurnar og fornsögurnar eru áreiðanlegar heimildir um lifandi hefð á 13. og 14. öld þar sem heimsmynd og hvers kyns hugmyndum og þekkingu var miðlað með frásagnarlist í lausu máli og bundnu án þess að ritun kæmi við sögu. [...]
Sunnudagurinn 18. janúar
Sunnudaginn 18. janúar kl. 11 verður messa og barnastarf í kirkjunni. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Barnastarf verður í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Sunnudagurinn 11. janúr
Messa og barnastarf kl. 11:00. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið á sínum stað með söng, leik og sögum. Kaffi á Torginu að messu lokinni.
Messa og barnastarf þann 4. janúar.
Messa og barnastarf kl. 11 Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffisopi eftir messu.
Helgihald um áramót
Gamlárdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18 Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Nýársdagur 1. Janúar Hátíðarmessa kl. 14 Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson
Helgihald jólanna í Neskirkju
Að venju verður mikið um að vera í kirkjunni okkar um jólahátíðina. Verið hjartanlega velkomin í Neskirkju! Aðfangadagur 24. desember Jólastund barnanna kl. 16 Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Stúlknakór kirkjunnar syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur [...]
Jólastund barnanna og jólaball
Það verða sannkölluð barnajól í Neskirkju um hátíðarnar á aðfangadag kl. 16 verður jólastund barnanna í kirkjunni meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Þann 26. [...]
Sólstöðutónleikar Steingrims Þórhallssonar
Árlegir sólstöðutónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista Neskirkju, fara fram sunnudaginn 21. desember kl. 17. Í viðbót við frumsamin píanóverk frá liðnum árum bætast við ellefu ný sönglög við ljóð Valdimars Tómassonar úr bók hans Vetrarland. Lögin eru líkt og ljóðin augnablik í íslenskri náttúru, og tengjast vetrartímanum og sér í lagi [...]