Bókakvöld í nóvember
Sunnudagskvöld 16. nóvember kl. 20:00 verður ljóðakvöld. Sunna Dís Másdóttir les úr bók sinni, Postulín þar sem hún gerir upp atburði og áföll úr eigin lífi en yrkir líka um skrásetningu sögunnar, minningar og það sem mótar okkur mennina sem getum verið svo lítil og vanmáttug gagnvart miskunnarleysi náttúrunnar en [...]
Bólu- Hjálmar og Brahms
Þekktust Brahms og Bólu Hjálmar? Af tilefni 150 ára ártíð Hjálmars Jónssonar frá Bólu í Skagafirði skoðum við ævi og texta skáldsins í tali og tónum. Frumflutt verða nokkur ný kórverk við texta Bólu Hjálmars eftir kórstjóra Kórs Neskirkju Steingrím Þórhallsson ásamt verkum eftir meðal annars Árna Harðarson, Victor Urbancic, [...]
Þar var og í áflogum bitinn maður.
Krossgötur mánudaginn 10. nóvember kl. 13. Már Jónsson, prófessor fjallar um róstur í Reykjavík árið 1790. Árið 1801 bjuggu 460 manns í hinum unga kaupstað Reykjavík, þar á meðal allstór hópur Dana. Um bæinn hafði Sveinn Pálsson viðhaft þau orð níu árum fyrr að þar væru aðgerðarlausir bæjarbúarnir ,,að því [...]
Messa 9. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Líf og fjör í sunnudagskólanum. Kaffi á Torginu að lokinni messu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Búningasunnudagaskóli
Sunnudaginn 2. nóvember verður sunnudagaskólinn kl. 11 og eru börnin hvött til að bæta í búningum. Karen og Karólína taka vel á móti börnum! Verið hjartanlega velkomin.
Sunnudaginn 9. nóvember: Messa til heiðurs Bólu – Hjálmari
Sunnudaginn 9. nóvember kl. 11 verður barnastarf og messa til heiðurs Hjálmari Jónssyni skáldi. Hann er betur þekktur sem Bólu-Hjálmar og fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875. Kór Neskirkju hefur æft lög íslenskra tónskálda við ljóð Bólu-Hjálmars sem flutt verða í messunni. Þorgeir Tryggvason, heimspekingur, [...]
Messa 26. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssinar. Sunnudagskólin er á sínum stað með söng og gleði. Samfélag og kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Eftir messu er bíblíulesur í umsjón sr. Skúla.
Biblíulestur að lokinni messu
Sunnudaginn 26. október strax að lokinni messu fjallar sr. Skúli S. Ólafsson um annan kafla Lúkasarguðspjalls. Hann er sennilega með þeim þekktari - sjálft jólaguðspjallið og einu bernskufrásagnirnar af Jesú sem varðveist hafa í guðspjöllunum. Nokkrar slíkar er þó að finna í svo nefndum Apókrýfum ritum Nýja testamentisins. Boðið er [...]
Fjölskyldumessa á sunnudaginn kl. 11
Sunnudaginn n.k. kl. 11 verður fjölskyldumessa í Neskirkju. Stúlknakór Neskirkju syngur og söngkonan Íris Rós Ragnhildardóttir, sem hefur sungið og samið tónlist m.a. fyrir Krakkaskaup RÚV. Við fáum einnig aðra góða gesti í heimsókn eins og Mýslu og Rebba ref sem kenna börnunum eitt og annað um Guð, lífið og [...]
Að öðrum þræði
Opnun sýningar Guðrúnar Gunnarsdóttur verður í messu kl. 11.00. Verkin á sýningunni í Neskirkju eru flest frá árinu 2025. Þar er að finna verk unnin úr vir, hrosshárum og plasti. Allt eru þetta efni sem tengjast hugarheimi Guðrúnar með einum og öðrum hætti. Víraverkin tengjast eldri verkum, en eru opnari [...]