Krossgötur 6. október
Krossgötur kl. 13.00. Sveinn Valgeirsson, Dómkirkjuprestur fjallar um Níkeujátninguna. Liðin eru 1700 frá einu þýðingarmesta þingi sögunnar, kirkjuþinginu í Níkeu 325. Þá lagði Konstantín keisari í Róm það verkefni fyrir biskupa að komast að niðurstöðu í þeim guðfræðilegu ágreiningsmálum sem höfðu einkennt frumkirkjuna. Ekki tókst þó betur til en svo [...]
Messa 5. október
Aldin- og uppskerumessa kl. 11:00. Sr. Halldór Reynisson predikar. Aldin, kór eldri umhverfissinna syngur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Fermingarbörn taka þátt í helgihaldinu. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Messa og barnastarf á sunnudaginn
Sunnudaginn 28. september verður messa og barnastarf kl. 11. Jón Ómar Gunnarsson, þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna ykkar!
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson: Sár græða sár
Krossgötur mánudaginn 29. september kl. 13.00. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og rithöfundur fjallar um bók sína: Sár græða sár: Í nærveru sorgar. Í bók sinni sem er sjálfstætt framhald af bókinni Hver vegur að heiman er vegur heim ræðir höfundurinn hvernig best megi nýta meðöl sálgæslunnar, möguleika hennar, en líka [...]
Krossgötur 22. september
Krossgötur kl. 13.00. Pálmi Jónasson, sagnfræðingur: Jónas Kristjánsson og náttúrulækningar í Hveragerði Jónas Kristjánsson sór þess dýran eið að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Á síðari hluta ævinnar áttu náttúrulækningar hug Jónasar allan. [...]
Messa 21. septetmber
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðasöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngu, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.
Messa sunnudaginn 14. september
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðasöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafssin. Söngur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Krossgötur
Krossgötur mánudaginn 15. september kl. 13.00. Hjalti Hugason, kirkjusagnfræðingur: Pólitískar hugmyndir Sigurbjörns Einarssonar og Skálholtshugmyndafræðin. Í fyrirlestrinum verður fjallað um pólitísk afskipti Sigurbjörns Einarssonar á viðsjártímum. Einnig verður gerð grein fyrir tengslum þeirra við hugsjónir hans um kirkjulega og þjóðlega endurreisn Skálholts.
Sigurbjörn Einarsson biskup
Krossgötur 8. september kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson flytur erind sem hann kallar: Kirkjuleg forysta Sigurbjörns biskups Einarssonar. Óhætt er að segja að skipan Sigurbjörns Einarssonar í embætti biskups, árið 1959, hafi markað tímamót í kirkjusögu 20. aldar. Hann átti eftir að hafa víðtæk áhrif á kirkju og íslenskt [...]
Sunndagaskólinn að byrja!
Sunnudagaskólinn hefst á nýjan leik Neskirkju þann 7. september n.k.. Söngvar, leikir, brúðuleikrit, sögur og föndur. Umsjón í vetur verður í höndum Karólínu, Karenar, Nönnu og Kristrúnar. Sunnudagaskólinn byrjar að venju í messunni kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann!