Messa og barnastarf þann 4. janúar.
Messa og barnastarf kl. 11 Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffisopi eftir messu.
Helgihald um áramót
Gamlárdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18 Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson. Nýársdagur 1. Janúar Hátíðarmessa kl. 14 Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur, sr. Skúli S. Ólafsson
Helgihald jólanna í Neskirkju
Að venju verður mikið um að vera í kirkjunni okkar um jólahátíðina. Verið hjartanlega velkomin í Neskirkju! Aðfangadagur 24. desember Jólastund barnanna kl. 16 Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Stúlknakór kirkjunnar syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur [...]
Jólastund barnanna og jólaball
Það verða sannkölluð barnajól í Neskirkju um hátíðarnar á aðfangadag kl. 16 verður jólastund barnanna í kirkjunni meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Þann 26. [...]
Sólstöðutónleikar Steingrims Þórhallssonar
Árlegir sólstöðutónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista Neskirkju, fara fram sunnudaginn 21. desember kl. 17. Í viðbót við frumsamin píanóverk frá liðnum árum bætast við ellefu ný sönglög við ljóð Valdimars Tómassonar úr bók hans Vetrarland. Lögin eru líkt og ljóðin augnablik í íslenskri náttúru, og tengjast vetrartímanum og sér í lagi [...]
Fjórði sunnudagur í aðventu 21. desember
Sunnudaginn 21. desember verður Englakertið, hið fjórða á aðventukransinum tendrað. Það minnir okkur á englana sem boðuðu mönnum fyrst fæðingu Jesú. Á fjórða sunnudegi aðventunnar verður messa og barnastarf í Neskirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Verið hjartanlega velkomin.
,,Hringsólað um borgina í hálfa öld
Krossgötur mánudaginn 15. desember kl. 13. Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari. Skemmtilegt spjall í máli og myndum um höfuðborgina okkar, mannlífið og gríðarlegar breytingar í samskiptum og snertifletum borgarbúa. Sirrý Arnardóttir er Reykvíkingur, fjölmiðlakona, rithöfundur og stjórnendaþjálfari með meiru. Kaffiveitngar, kakó og jólastemming.
Tónleikar: Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju
Sunnudaginn 14. desember kl. 17 mun Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju efna til jólatónleika í Neskirkju. Kórarnir flytja ýmis jólalög saman og í sitthvoru lagi. Kór Neskirkju er starfandi safnaðarkór í Vesturbænum og Sönghópur Marteins eru félagar úr „gamla" Dómkórnum sem starfaði undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar heitins. Verið velkomin [...]
3. í aðventu, sunnudagurinn 14. desember
Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Í messunni opnum við sýningu Styrmis Arnar Guðmundssonar myndlistarmanns, Ókominn slóði. Við virðum svo verkin fyrir okkur á Torginu að messu lokinni. Listamaðurinn flytur gjörning af því [...]
Sigurbjörn Einarsson í Svíþjóð
Krossgötur mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Haraldur Hreinsson, lektor og Ólafur Jón Magnússon MA í guðfræði kynna hluta af rannsóknarverkefni þeirra um Uppsalaár Sigurbjörns. Sigurbjörn Einarsson lagði stund á nám í trúarbragðasögu í Uppsölum á árunum 1933-1937 og kynntist þar þeirri miklu grósku sem einkenndi hið fræðilega umhverfi á þeim [...]