,,Hringsólað um borgina í hálfa öld
Krossgötur mánudaginn 15. desember kl. 13. Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari. Skemmtilegt spjall í máli og myndum um höfuðborgina okkar, mannlífið og gríðarlegar breytingar í samskiptum og snertifletum borgarbúa. Sirrý Arnardóttir er Reykvíkingur, fjölmiðlakona, rithöfundur og stjórnendaþjálfari með meiru. Kaffiveitngar, kakó og jólastemming.
Tónleikar: Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju
Sunnudaginn 14. desember kl. 17 mun Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju efna til jólatónleika í Neskirkju. Kórarnir flytja ýmis jólalög saman og í sitthvoru lagi. Kór Neskirkju er starfandi safnaðarkór í Vesturbænum og Sönghópur Marteins eru félagar úr „gamla" Dómkórnum sem starfaði undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar heitins. Verið velkomin [...]
3. í aðventu, sunnudagurinn 14. desember
Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Í messunni opnum við sýningu Styrmis Arnar Guðmundssonar myndlistarmanns, Ókominn slóði. Við virðum svo verkin fyrir okkur á Torginu að messu lokinni. Listamaðurinn flytur gjörning af því [...]
Sigurbjörn Einarsson í Svíþjóð
Krossgötur mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Haraldur Hreinsson, lektor og Ólafur Jón Magnússon MA í guðfræði kynna hluta af rannsóknarverkefni þeirra um Uppsalaár Sigurbjörns. Sigurbjörn Einarsson lagði stund á nám í trúarbragðasögu í Uppsölum á árunum 1933-1937 og kynntist þar þeirri miklu grósku sem einkenndi hið fræðilega umhverfi á þeim [...]
Hátíð í bæ
Aðventuhátíð sunnudaginn 7. desember kl. 17. Kórinn syngur ásamt Stúlknakór Neskirkju. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar þjóna. Ræðumaður er Katrín Jakobsdóttir, rithöfundur með meiru.
Annar sunnudagur í aðventu
Á 2. sunnudegi í aðventu verður hátíð í Neskirkju. Dagurinn hefst með fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11, þá tendrum við annað ljós aðventukranssins og kveikjum á jólaljósunum á jólatréi kirkjunnar. Krílakór Neskirkju syngur í guðsþjónustunni. Stjórnandi kórsins er Tinna Sigurðardóttir og undirleikur verður í höndum Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar, Kristrún og [...]
Sigurbjörn Einarsson, þjóðerni og trú
Krossgötur mánudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um þjóðerni og trú í verkum Sigurbjörns Einarssonar? Í erindinu verður guðfræðileg áhersla Sigurbjörns skoðuð í samhengi við þann skilning á hlutverki lista sem bundið er við hugtakið Kunstreligion. Kaffibeitingar
Hátíðarmessa kl. 11 á fyrsta sunnudegi í aðventu
Hátíðarmessa, sunnudaginn 30. nóvember, kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli Ólafsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Karólínu, Karenar og Ara. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.
Ævisögukvöld
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 20.00 verður ævisögukvöld á Torginu. Hrannar Bragi Eyjólfsson fjallar um ævisögu sr. Braga Friðrikssonar. Sr. Þorvaldur Karl Helgason um ævisögu Karls Sigurbjörnssonar.
Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur
Krossgötur mánudaginn 24. nóvember kl. 13.00. Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur: Jón Vídalín og samskipti hans við Odd lögmann Sigurðsson. Helstu valdamernn á Íslandi í upphafi 18. aldar voru þeir bræður Jón og Páll Vídalín og Oddur Sigurðsson lögmaður. Þeir bræður og Oddur elduðu löngum grátt silfur og allir drukku [...]