Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Krossgötur 6. október

Krossgötur kl. 13.00. Sveinn Valgeirsson, Dómkirkjuprestur fjallar um Níkeujátninguna. Liðin eru 1700 frá einu þýðingarmesta þingi sögunnar, kirkjuþinginu í Níkeu 325. Þá lagði Konstantín keisari í Róm það verkefni fyrir biskupa að komast að niðurstöðu í þeim guðfræðilegu ágreiningsmálum sem höfðu einkennt frumkirkjuna. Ekki tókst þó betur til en svo [...]

By |29. september 2025 18:46|

Messa 5. október

Aldin- og uppskerumessa kl. 11:00. Sr. Halldór Reynisson predikar. Aldin, kór eldri umhverfissinna syngur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Fermingarbörn taka þátt í helgihaldinu. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |29. september 2025 18:35|

Messa og barnastarf á sunnudaginn

Sunnudaginn 28. september verður messa og barnastarf kl. 11. Jón Ómar Gunnarsson, þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna ykkar!

By |25. september 2025 11:48|

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson: Sár græða sár

Krossgötur mánudaginn 29. september kl. 13.00. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og rithöfundur fjallar um bók sína: Sár græða sár: Í nærveru sorgar. Í bók sinni sem er sjálfstætt framhald af bókinni Hver vegur að heiman er vegur heim ræðir höfundurinn hvernig best megi nýta meðöl sálgæslunnar, möguleika hennar, en líka [...]

By |25. september 2025 08:56|

Krossgötur 22. september

Krossgötur kl. 13.00. Pálmi Jónasson, sagnfræðingur: Jónas Kristjánsson og náttúrulækningar í Hveragerði Jónas Kristjánsson sór þess dýran eið að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Á síðari hluta ævinnar áttu náttúrulækningar hug Jónasar allan. [...]

By |18. september 2025 15:48|

Messa 21. septetmber

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðasöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngu, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.

By |18. september 2025 15:44|

Messa sunnudaginn 14. september

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðasöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafssin. Söngur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón  Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |11. september 2025 12:32|

Krossgötur

Krossgötur mánudaginn 15. september kl. 13.00. Hjalti Hugason, kirkjusagnfræðingur: Pólitískar hugmyndir Sigurbjörns Einarssonar og Skálholtshugmyndafræðin. Í fyrirlestrinum verður fjallað um pólitísk afskipti Sigurbjörns Einarssonar á viðsjártímum. Einnig verður gerð grein fyrir tengslum þeirra við hugsjónir hans um kirkjulega og þjóðlega endurreisn Skálholts.  

By |11. september 2025 12:20|

Sigurbjörn Einarsson biskup

Krossgötur 8. september kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson flytur erind sem hann kallar: Kirkjuleg forysta Sigurbjörns biskups Einarssonar. Óhætt er að segja að skipan Sigurbjörns Einarssonar í embætti biskups, árið 1959, hafi markað tímamót í kirkjusögu 20. aldar. Hann átti eftir að hafa víðtæk áhrif á kirkju og íslenskt [...]

By |8. september 2025 11:56|

Sunndagaskólinn að byrja!

Sunnudagaskólinn hefst á nýjan leik Neskirkju þann 7. september n.k.. Söngvar, leikir, brúðuleikrit, sögur og föndur. Umsjón í vetur verður í höndum Karólínu, Karenar, Nönnu og Kristrúnar. Sunnudagaskólinn byrjar að venju í messunni kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann!

By |3. september 2025 10:13|