Helgihald yfir jól og áramót

/Helgihald yfir jól og áramót
Helgihald yfir jól og áramót 2017-12-11T12:25:19+00:00

Þriðji sunnudagur í aðventu, 17. desember
Messa og barnastarf kl. 11
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður og Ari. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

Aðfangadagur, 24. desember
Jólastund barnanna kl. 16
Helgistund fyrir börn og fjölskyldur. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Helgileikur með búningum verður settur á svið með viðstöddum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir dagskrána ásamt starfsfólki barnastarfsins. Stundin styttir börnunum biðina og öll lifum við okkur inn í gleði og hátíð jólanna.

Aftansöngur kl. 18
Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Prestar eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem prédikar.

Söngvar á jólanótt kl. 23.30
Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina. Stund sem færir okkur kyrrð og helgi jólanætur eftir gleði og glaum kvöldsins.

Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 14
Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestar eru sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, sem prédikar.

Annar í jólum, 26. desember
Jólaskemmtun barnanna kl. 11
Við göngum í kringum jólatré og syngjum dátt. Kátir bræður koma í heimsókn, gefa börnum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjón hafa prestar og starfsfólk barnastarfsins.

Hátíðarguðþjónusta kl. 14
Hljómur, kór eldri borga í Neskirkju syngur undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Eftir guðsþjónustu er hátíðarkaffi á Torginu.

Gamlárskvöld, 31. desember
Aftansöngur kl. 18.
Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

Nýársdagur, 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.