Helgihald yfir jól og áramót

/Helgihald yfir jól og áramót
Helgihald yfir jól og áramót 2017-04-26T12:23:05+00:00

24. des. – aðfangadagur

Jólastund barnanna kl. 16.00
Barnakórar Neskirkju syngja. Stjórnandi Jóhanna Halldórsdóttir. Guðspjallið sett á svið. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Umsjón með stundinni hafa starfsmenn barnastarfsins. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Aftansöngur kl. 18.00
Hátíðarsöngvar sungnir. Kór Neskirkju syngur. Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir. Trompet Steinar Kristinsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Nóttin var sú ágæt ein: Söngvar á jólanóttu kl. 23:30
Háskólakórinn syngur jólasálma. Vonartextar Biblíunnar lesnir. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur Skúli S. Ólafsson.

25. des. – jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14.00
Hátíðarsöngvar sungnir. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

26. des. – annar í jólum

Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00.
Jólasaga og söngvar. Gengið í kringum jólatré og góðir gestir koma í heimsókn. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju, syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Eftir guðsþjónustu verður hátíðarkaffi á Torginu.

31. des. – gamlárskvöld

Aftansöngur kl. 18.00.
Hátíðarsöngvar sungnir. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

1. jan. – nýársdagur

Hátíðarmessa kl. 14.00.
Hátíðarsöngvar sungnir. Kór Neskirkju syngur. Organisti, Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson.