Samtal á Kirkjutorgi: Þjónandi forysta í Vesturbænum

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um þjónandi forystu og brautryðjendur miðað við efni nýafstaðinnar ráðstefnu á Bifröst 25. september sl. þar sem varpað var fram spurningunum: ,,Hvernig nýtist þjónandi forysta í verkefnum brautryðjandans?” ,,Er tími frekjuhundsins liðinn? Sjá t.d. http://thjonandiforysta.is/…/er-timi-frekjuhundsins-lidinn…/ Sigrún er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og leiðir [...]

By |2017-04-26T12:23:09+00:0029. september 2015 11:42|

Var kristinn náungakærleikur „byltingarkennt fyrirbæri“ til forna?

Á Krossgötum miðvikudaginn 23. september kl. 13:30 ber Rúnar Þorsteinsson prófessor í guðfræði saman kristna kenningu um náungakærleika (þ.e.a.s. í Nýja testamentinu) og stóíska siðfræði í Rómaveldi á 1. og 2. öld með þá spurningu í huga hvort hið fyrrnefnda hafi verið eitthvað einstakt og "nýtt", eins og stundum er haldið fram.

By |2017-04-26T12:23:12+00:0022. september 2015 15:07|

Messuþjónanámskeið 15. september kl. 17-19

Fyrir fólk sem vill hafa áhrif á helgihaldið í kirkjunni og taka þátt í því er boðið upp á námskeið fyrir messuþjóna þriðjudaginn 15. september milli kl. 17 og 18.30. Boðið verður upp á létta hressingu til viðbótar fræðslu og samtali um messuna.

By |2015-09-15T09:15:53+00:0015. september 2015 09:15|

Krossgötur hefja göngu sína

Miðvikudaginn 9. september kl. 13:30 hefjast Krossgötur að nýju í Neskirkju. Að þessu sinni fáum Laufeyju Steingrímsdóttur prófessor í næringarfræði í heimsókn og ræðir hún gamlar matarvenjur, undir yfirskriftinni: Íslenski maturinn í eitt hundrað ár. Var maturinn hollari í gamla daga? Í erindinu fjallar Laufey um helstu breytingar sem hafa orðið á mataræði á Íslandi [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:008. september 2015 20:43|

Samtal á Kirkjutorgi: Þjónandi forysta og gildi hlustunar

Begin with listening - samtal dr. Carolyn Crippen á Kirkjutorgi. Carolyn fjallar um gildi hlustunar gagnvart þjónandi forystu. Hún talaði á ráðstefnu hérlendis fyrir tveimur árum og vakti þá mikla athygli. Samtal á Kirkjutorgi er fyrir fólk sem hefur áhuga á þjónandi forystu og vill leita leiða til að bæta samfélag okkar og umhverfi. Samtalið [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:0026. ágúst 2015 09:54|

Í návist hins ósegjanlega: Fyrirlestur dr. Gunnars Kristjánssonar

Á Kirkjutorgi, safnaðarheimili Neskirkju eru fjórar allstórar myndir sem sýna Neskirkju eftir Einar Garibalda. Á heimasíðu kirkjunnar gerir listamaðurinn grein fyrir þessum myndum meðal annars með þessum orðum: „Fyrirmynd verkanna á sýningunni er að finna á götukorti af Reykjavík, en þar hafa nokkrir áhugaverðir staðir í borginni verið dregnir fram með lítilli þrívíddarmynd. Einn þessara [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:0026. ágúst 2015 09:53|

Samtal á Kirkjutorgi: Þjónandi forysta og mannlegur þroski

Fimmtudaginn 28. maí kl. 16:30 fer því fram samtal á Kirkjutorgi, í safnaðarheimili Neskirkju, þar sem dr. Róbert Jack heimspekingur opnar á umræðu um þjónandi forystu og mannlegan þroska. Þarna gefst Vesturbæingum og öðru áhugafólki um mannlegt líf og gæði þess, tækifæri til að hlusta, spjalla og hugsa um þætti eins og markmið, leiðtogasýn, þroskastig [...]

By |2017-04-26T12:23:15+00:0028. maí 2015 10:54|

Samræðu á Kirkjutorgi frestað um viku

Vegna veikinda verður Samtali á Kirkjutorgi frestað um viku. Upphaflega átti það að fara fram 21. maí en færist aftur um viku. Fimmtudaginn 28. maí kl. 16:30 fer því fram samtal á Kirkjutorgi, í safnaðarheimili Neskirkju, þar sem dr. Róbert Jack heimspekingur opnar á umræðu um þjónandi forystu og mannlegan þroska. Þarna gefst Vesturbæingum og [...]

By |2017-04-26T12:23:15+00:0020. maí 2015 14:06|

Samtal á Kirkjutorgi: Þjónandi forysta og mannlegur þroski

Fimmtudaginn 21. maí kl. 16:30 fer fram samtal á Kirkjutorgi, í safnaðarheimili Neskirkju, þar sem dr. Róbert Jack heimspekingur opnar á umræðu um þjónandi forystu og mannlegan þroska. Þarna gefst Vesturbæingum og öðru áhugafólki um mannlegt líf og gæði þess, tækifæri til að hlusta, spjalla og hugsa um þætti eins og markmið, leiðtogasýn, þroskastig fólks [...]

By |2017-04-26T12:23:15+00:0014. maí 2015 08:50|