Fjórði sunnudagur í aðventu 21. desember
Sunnudaginn 21. desember verður Englakertið, hið fjórða á aðventukransinum tendrað. Það minnir okkur á englana sem boðuðu mönnum fyrst fæðingu Jesú. Á fjórða sunnudegi aðventunnar verður messa og barnastarf í Neskirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Verið hjartanlega velkomin.