Sólstöðutónleikar Steingrims Þórhallssonar
Árlegir sólstöðutónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista Neskirkju, fara fram sunnudaginn 21. desember kl. 17. Í viðbót við frumsamin píanóverk frá liðnum árum bætast við ellefu ný sönglög við ljóð Valdimars Tómassonar úr bók hans Vetrarland. Lögin eru líkt og ljóðin augnablik í íslenskri náttúru, og tengjast vetrartímanum og sér í lagi [...]
Fjórði sunnudagur í aðventu 21. desember
Sunnudaginn 21. desember verður Englakertið, hið fjórða á aðventukransinum tendrað. Það minnir okkur á englana sem boðuðu mönnum fyrst fæðingu Jesú. Á fjórða sunnudegi aðventunnar verður messa og barnastarf í Neskirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Verið hjartanlega velkomin.
,,Hringsólað um borgina í hálfa öld
Krossgötur mánudaginn 15. desember kl. 13. Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari. Skemmtilegt spjall í máli og myndum um höfuðborgina okkar, mannlífið og gríðarlegar breytingar í samskiptum og snertifletum borgarbúa. Sirrý Arnardóttir er Reykvíkingur, fjölmiðlakona, rithöfundur og stjórnendaþjálfari með meiru. Kaffiveitngar, kakó og jólastemming.
Tónleikar: Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju
Sunnudaginn 14. desember kl. 17 mun Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju efna til jólatónleika í Neskirkju. Kórarnir flytja ýmis jólalög saman og í sitthvoru lagi. Kór Neskirkju er starfandi safnaðarkór í Vesturbænum og Sönghópur Marteins eru félagar úr „gamla" Dómkórnum sem starfaði undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar heitins. Verið velkomin [...]
3. í aðventu, sunnudagurinn 14. desember
Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Í messunni opnum við sýningu Styrmis Arnar Guðmundssonar myndlistarmanns, Ókominn slóði. Við virðum svo verkin fyrir okkur á Torginu að messu lokinni. Listamaðurinn flytur gjörning af því [...]
Sigurbjörn Einarsson í Svíþjóð
Krossgötur mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Haraldur Hreinsson, lektor og Ólafur Jón Magnússon MA í guðfræði kynna hluta af rannsóknarverkefni þeirra um Uppsalaár Sigurbjörns. Sigurbjörn Einarsson lagði stund á nám í trúarbragðasögu í Uppsölum á árunum 1933-1937 og kynntist þar þeirri miklu grósku sem einkenndi hið fræðilega umhverfi á þeim [...]
Hátíð í bæ
Aðventuhátíð sunnudaginn 7. desember kl. 17. Kórinn syngur ásamt Stúlknakór Neskirkju. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar þjóna. Ræðumaður er Katrín Jakobsdóttir, rithöfundur með meiru.
Annar sunnudagur í aðventu
Á 2. sunnudegi í aðventu verður hátíð í Neskirkju. Dagurinn hefst með fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11, þá tendrum við annað ljós aðventukranssins og kveikjum á jólaljósunum á jólatréi kirkjunnar. Krílakór Neskirkju syngur í guðsþjónustunni. Stjórnandi kórsins er Tinna Sigurðardóttir og undirleikur verður í höndum Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar, Kristrún og [...]
Sigurbjörn Einarsson, þjóðerni og trú
Krossgötur mánudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um þjóðerni og trú í verkum Sigurbjörns Einarssonar? Í erindinu verður guðfræðileg áhersla Sigurbjörns skoðuð í samhengi við þann skilning á hlutverki lista sem bundið er við hugtakið Kunstreligion. Kaffibeitingar
Hátíðarmessa kl. 11 á fyrsta sunnudegi í aðventu
Hátíðarmessa, sunnudaginn 30. nóvember, kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli Ólafsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Karólínu, Karenar og Ara. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.