Á 2. sunnudegi í aðventu verður hátíð í Neskirkju. Dagurinn hefst með fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11, þá tendrum við annað ljós aðventukranssins og kveikjum á jólaljósunum á jólatréi kirkjunnar. Krílakór Neskirkju syngur í guðsþjónustunni. Stjórnandi kórsins er Tinna Sigurðardóttir og undirleikur verður í höndum Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar, Kristrún og Nanna leiða stundina. Verið síðan öll velkomin á aðventuhátíð kirkjunnar kl. 17, en þá syngur kórinn ásamt Stúlknakór Neskirkju. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar þjóna. Ræðumaður er Katrín Jakobsdóttir, rithöfundur með meiru.