Krossgötur mánudaginn 24. nóvember kl. 13.00. Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur: Jón Vídalín og samskipti hans við Odd lögmann Sigurðsson. Helstu valdamernn á Íslandi í upphafi 18. aldar voru þeir bræður Jón og Páll Vídalín og Oddur Sigurðsson lögmaður. Þeir bræður og Oddur elduðu löngum grátt silfur og allir drukku þeir stíft. Saga Íslands á þessum mótast af barnalegri og ábyrgðarlausri hegðun þessara höfðingja. Óttar mun rekja sögu þeirra og deilur og hvernig þessi átök höfðu áhrif á allt samfélagið. Kaffiveitingar.