Sunnudaginn 26. október strax að lokinni messu fjallar sr. Skúli S. Ólafsson um annan kafla Lúkasarguðspjalls. Hann er sennilega með þeim þekktari – sjálft jólaguðspjallið og einu bernskufrásagnirnar af Jesú sem varðveist hafa í guðspjöllunum. Nokkrar slíkar er þó að finna í svo nefndum Apókrýfum ritum Nýja testamentisins. Boðið er upp á létta hressingu og vonandi verða umræður líflegar!