Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað með söng og sögum. Að messu lokinni er samtal á Torginu um sýningu Þórdísar Jóhannesdóttur, Gerð þar sem listamaðurinn ræðir verkin við sr. Skúla S. Ólafsson, sem þjónar í messunni. Kaffiveitingar.