Miðvikudaginn 25. mars kl. 13:30 eru Krossgötur á dagskrá Neskirkju. Að þessu sinni flytur sr. Skúli S. Ólafsson erindi um vötnin tvö í Landinu helga, Geneseretvatn og Dauðahafið. Þau eiga sömu uppsprettuna, ána Jórdan, en annað er iðandi af lífi en hitt, eins og nafnið gefur til kynna er steindautt! Kaffisopi í boði og kruðerí.