TikArt
Listarhátíð ungafólksins

5. – 14. september 2025

Á listahátíðinni verður boðið upp á myndlistarsýningu og tónleika þar sem ungt og upprennandi listafólk kemur fram.

Föstudaginn 5. september, við sýningaropnun halda ungir flautuleikara tónleika.  Flaututríóði skipa þau Hrefna Vala Kristjánsdóttir, Alma Bergrós Hugadóttir og Höskuldur Tinni Einarsson.

Aðrir tónleikar verða auglýstir síðar!

Með þessu vill Neskirkja stuðla að því að koma ungu fólki á framfæri og styrkja það í námi sínu og sköpun. Umsjón með hátíðinni hefur Pamela De Sensi, flautuleikari og tónlistarkennari.

Samsýning Álfún Priya Einarsdóttir Sunnudóttir og Hildur Gissurardóttir 

Álfrún Priya Einarsdóttir Sunnudóttir er 16 ára og stundar nám við Menntaskólann við Sund. Hún hefur lengi haft áhuga á myndlist og hefur teiknað og málað frá unga aldri. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og grafíska hönnun í Borgarholtsskóla. Þetta er hennar fyrsta myndlistarsýning.

Hildur Gissurardóttir Flóvenz fæddist í Parma á Ítalíu árið 2006 og byrjaði ung að teikna og mála og hefur haldið því áfram síðan. Á síðustu árum hefur hún unnið meira með málverk og eftir stúdentspróf vorið 2025 lá leiðin í fornám Myndlistaskólans í Reykjavík þar sem hún sinnir nú myndlistinni öllum stundum.